Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 139

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 139
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 3 139 stóðu vegleg blokkarlengja og vísir að stórum einbýlishúsum með útsýni yfir hverfið og fjörðinn. Í dag eru þarna rústir einar sem náttúran keppist við að ná aftur í faðm sinn. Stundum hvíslar fullorðna fólkið sín á milli um það sem á að hafa gerst þar – yfirnáttúrulegir atburðir segja sumir, hryðjuverk segja aðrir – en enginn veit það með vissu. Að minnsta kosti ekki krakkarnir. Krakkarnir í hverfinu vita semsagt lítið um þá sögu því þeir fullorðnu vilja sem minnst um þetta tala og banna krökkunum að vera þar. Þrátt fyrir að vera úthverfi borgar virðast Rökkur- hæðir vera nokkuð einangraður staður með sína sérstöku siði og menningu, sem meðal annars felst í frekar myrkum staðarnöfnum: Óttulundur er til dæmis götunafn. Enda segir í fyrrnefndum inngangi : „Það er ýmislegt á seyði í Rökkurhæðum. Sumt harla ótrúlegt. Sumt heldur óhugnanlegt. Sumt hræði- legt …“ Heimasköpun af þessu tagi er þekkt innan hrollvekjunnar þar sem höfundar skapa ógnvænlegum atburðum sínum viðeigandi umgjörð. Þekktasta dæmið er líklega Arkham borg sem bandaríski höfundurinn H. P. Lovecraft skrifaði um á sínum tíma (fyrri hluta tuttugustu aldar), en þar er margt óhreint á kreiki. Lovecraft var sjálfur undir miklum áhrifum frá síð-gotneska skáldinu Edgar Allan Poe, en saman lögðu þessir tveir höfundar grunninn að nútímahrollvekj- unni, eins og þau Stephen King og Anne Rice eru þekktustu dæmin um. Þó áhrifa Poe gæti víða er það Lovecraft sem hefur verið meira áberandi á síðari árum, en hann er þekktur fyrir að fjalla um hugmyndina um aðrar víddir eða hliðarheima og óvættir sem búa þar. Þessar óvættir eru af ýmsum toga, fyrst og fremst geimverskar, en hafa hinsveg- ar aðlagast jarðlífi nokkuð vel og bland- ast bæði mönnum og dýrum, og að sjálf- sögðu : heimatilbúnum forynjum. Hér gefst ekki tækifæri til að fara nánar út í f lókna heimasköpun Lovecrafts, eins gaman og það nú væri, en í staðinn er ástæða til að nefna að óvættir hans eru iðulega iðandi, óskilgreinarlegar og jafn- vel óskiljanlegar. Þetta kemur ekki síst til af þeirri hugmyndafræði Lovecraft að forðast að lýsa skrímslum sínum nákvæmlega og nota frekar (að hætti Poe) þá aðferð að gefa eitthvað í skyn, ýja að; allt til að skapa þá tilfinningu að lesandinn sjái eitthvað skjótast framhjá rétt utan sjónsviðsins, en nái aldrei að fá fullmótaða mynd af fyrirbærinu. Þeir sem það gera missa vitið – þar kemur óskiljanleikinn inn. Nú skal ekki sagt hvort Birgitta og Marta hafa lagst í verk Lovecrafts, enda skiptir það engu máli, heimsmynd hans er löngu orðin viðtekinn hluti af hroll- vekjulandslaginu og það er þangað sem þær sækja efnivið í þessa vel heppnuðu og stórskemmtilegu seríu. Þrátt fyrir þessi ‚erlendu‘ áhrif eru sögurnar allar vandlega staðsettar í íslenskum nútímaveruleika, fyrsta bókin er til dæmis tilbrigði við söguna af Gili- trutt og bæði Óttulundur og Vökumað- urinn eru draugasögur að alíslenskum hætti. Þessi þekktu þjóðsagnastef eru svo tengd nútímanum á snjallan hátt, þar sem bæði áhugamál unglinga eins og parkour íþrótt, tækni (ný fartölva) koma við sögu. Ekki má gleyma róman- tíkinni og skólastarfinu, en hvorttveggja er stór hluti tilveru þessa aldurshóps. Samhliða þessu er gefin innsýn í ólík heimili og aðstæður krakkanna, sum eru hluti af ‚fullkomnum‘ kjarnafjöl- skyldum, önnur þurfa að takast á við ýmiskonar erfiðleika heimavið. Þannig myndast breið samfélagsmynd. Að auki vísa höfundarnir á ýmsan hátt til ungl- TMM_3_2018.indd 139 23.8.2018 14:19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.