Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Blaðsíða 17
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS16
gerðfræðif lokkum sem eru búnir til svo að hægt sé að draga ályktanir af
almennum sameiginlegum einkennum gripa frá ákveðnum tímabilum.
Þar hafa ýmsir þættir áhrif, s.s. varðveisla gripanna, skörun gerða yfir
tímabil, fá eintök að baki hverri gerð, einstaklingsbundið handverk og
svæðisbundinn breytileiki. Á Íslandi teljast rúmlega 80 kambar/kambabrot
vera frá víkingaöld. Þar af er hægt að greina um 17 kamba til A‒gerða og
um 21 til B‒gerða en um 40 eintök verða ekki greind til gerðar með vissu.
Aldursgreining
mannvistarlaga
Aðferð aldurs-
greininga
A gerð B gerð
Í kumli ~870‒1000 *, **, **** 9 6
~870‒900 *, **, *** 1
~870‒940 * 1 6
~940‒980 *, **, *** 3
~940‒1000 *, **, *** 2 1
~900‒1050 **, *** 2
~940‒1050 *, **, *** 1
~900‒1104 *, **, *** 3
~1050‒1200 **, *** 1
~940‒1104 * 1
~940‒1300 * 1
Samtals 17 21
Mynd 8: Þeir kambar frá víkingaöld þar sem bæði er hægt að greina gerðir og aldursgreining mannvistarlaga sem
þeir fundust í liggur fyrir. * gjóskutímatal. ** kolefnisaldursgreining. ***jarðlagaskipan. **** forkristinn siður og
tekur mið af kristnitöku.
Alls hafa fundist níu A‒gerðar kambar í kumlum sem taldir eru vera frá
tímabilinu um 870‒1000. Fjórir A‒gerðar kambar fundust í mannvistar-
leifum sem hafa verið tímasettar til 9.‒10. aldar. Þrír kambar af A‒gerð
fundust í mannvistarlögum sem aldursgreind eru til 9.‒11. aldar og einn
kambur af A‒gerð fannst í mannvistarleifum sem ekki verða tímasettar
nánar en að hafa fundist milli gjóskulaga sem féllu 940 og 1300. Af B‒
gerðar kömbum hafa sex fundist í kumlum og tíu í mannvistarlögum sem
eru tímasett til 9.‒11. aldar. Þá hafa fjórir kambar fundist í lögum sem
aldursgreind eru til 9.‒10. aldar en einn í lögum frá tímabilinu 11.‒12.