Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Side 136
135FERÐASAGA MÓSAÍKFLÍSA – PORFÝRSTEINAR Á ÍSLANDI
hérlendis heldur hafi þeir haldið sínu formi frá fyrri notkun, líklega sem
vegg- og gólfskreytingar.171 Þrátt fyrir að ílöng lögun þeirra hafi orsakast
af uppruna þeirra þá gæti sú lögun hafa mótað notkun þeirra hér á landi.
Smáir ílangir steingripir úr hörðum steintegundum voru notaðir í
ýmsum tilgangi á miðöldum, til að mynda sem mortélstautar við mölun172
eða jafnvel til að greina gæði málma (e. touchstones).173 Í St. Salvador Chapel
á Shapinsay í Orkneyjum fannst til að mynda grænn porfýrsteinn með
borað gat í annan enda, tímasettur til 800‒1250 e.Kr., sem var talinn hafa
verið notaður sem brýni.174 Taka verður fram að þó að porfýrsteinarnir
frá Viðey og Reykholti hafi fundist á kirkjustöðum, þá fundust þeir ekki í
kirkjum heldur báðir í öðrum byggingum175 og því ekki auðséð að þeir hafi
verið notaðir við messuhald. Græni porfýrsteinninn frá Viðey fannst til að
mynda í sömu byggingu og vaxtöf lur176 sem myndi jafnvel enn frekar benda
til að hann hafi verið nýttur við slíka iðn út frá fundarsamhengi sínu, líkt og
var upphaf leg túlkun á notkun steinsins. Að sama skapi er porfýrsteinninn
úr Viðey lítillega máður í annan endann, líkt og hinir ílöngu steinarnir
sem fundust við uppgröftinn, sem má túlka sem vísbendingu þess að þeir
hafi verið notaðir sem áhöld frekar en altarissteinar.177 Er því hér talið að
porfýrsteinninn úr Viðey hafi ekki verið notaður sem altarissteinn heldur
frekar áhald, t.d. við sléttun á vaxtöf lum eða sem mortélstautur. Þrátt fyrir
að porfýrsteinarnir frá Viðey og Reykholti hafi sömu lögun þarf notkun
þeirra í íslensku samhengi ekki að hafa verið sú sama. Út frá mögulegum
ummerkjum járnryðs í annan enda rauða porfýrgripsins frá Reykholti
mætti til að mynda velta því fyrir sér hvort steinninn hafi verið festur í
málmumgjörð, til að mynda líkt og sumir porfýrsteinar í ferðaölturum.178
Þó reynist erfitt að draga ályktun um notkun rauða porfýrgripsins frá
Reykholti að svo stöddu.
Líkt og hér hefur áður verið nefnt má ætla að lögun íslensku
porfýrgripanna hafi haldist frá fyrri notkun þeirra, að öllum líkindum
sem gólf- og veggskreytingar, og því er erfitt að nýta formgerðarfræði
gripanna til að túlka notkun þeirra hérlendis. Þrátt fyrir það má segja að
171 Tesch 2014.
172 Stylegar 2010, bls. 65.
173 Ježek 2014, bls. 422.
174 National Museums Scotland – Collection Database: X.AL 20.
175 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2002, bls. 15, 20; Margrét Hallgrímsdóttir 1988, bls. 50, 55; Margrét
Hallgrímsdóttir 1989, bls. 5.
176 Margrét Hallgrímsdóttir 1988, bls. 50, 55.
177 Margrét Hallgrímsdóttir 1989, bls. 73.
178 Descatoire 2015, bls. 158.