Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Qupperneq 167
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS166
Brján konung sem „féll og hélt velli“38 þarf nafnið ekki að hafa verið í
notkun á Íslandi. Þetta er dæmi um örnefnaskýringu Þórhalls sem fólk
getur lagt misjafnt mat á (mér virðist hún raunar býsna traust) en greinilega
er óvarlegt að ganga framhjá. Óvissan er ekki þægileg, en framhjá henni
verður ekki komist.
Logið í Landnámu?
Náttúrunafnakenning Þórhalls var bomba á sínum tíma, ekki síst vegna
þess að með henni rauf hann eins konar „vopnahlé“ sem ríkt hafði milli
fræðimennsku og almenningsálits um heimildargildi Landnámu. Þó að
Íslendingasögur væru verk skapandi höfunda sem greinilega leyfðu sér
ýmislegt, þá var Landnáma f lokkuð sem fræðirit og látin njóta vafans um
þau efnisatriði sem kynnu að vera sótt í sannferðuga munnlega geymd. Þar
á meðal örnefnaskýringarnar sem einmitt styddu frásögnina; bæjarnafnið
Vífilsstaðir geri t.d. söguna um þræla Ingólfs, Vífil og Karla, sennilegri
en ella. Hjá Þórhalli snerist þetta alveg á hvolf. Ef sögupersóna tengdist
örnefni, hvort sem var í Landnámu eða Íslendingasögum, þá jók það
líkurnar á að persónan hefði alls ekki verið til heldur væri nafn hennar
lesið úr staðarnafninu. Í höndum Þórhalls breyttist landnámskynslóðin á
Íslandi að stórum hluta í ímyndaðar persónur!
Jók líkurnar, sagði ég, ekki vissuna, og að stórum hluta, ekki öllum.
Hér er enn sem fyrr um líkindi að ræða. Skýringar Þórhalls þurfa ekki að
standast allar heldur bara f lestar til þess að fjöldi fólks, sem kemur við sögu
í fornritum, hljóti að vera ímyndaðar persónur.
Það er þó ekki auðvelt að fullyrða um hvern og einn. Hyggjum aftur
að Þorbirni tálkna, öðrum tveggja bræðra sem báðir hétu Þorbjörn, komu
til Íslands með Örlygi á Esjubergi (sem samkvæmt Landnámu hafði fyrst
vetursetu í Örlygshöfn í Patreksfirði og gaf firðinum nafn fóstra síns,
heilags Patreks39) og námu land hvor sínum megin Tálknafjarðar. Nú sýnir
Þórhallur fram á að fjörðurinn muni ekki draga nafn af þessum manni
heldur öfugt. Hvað segir það þá um hinn meinta landnámsmann?
38 Vísan er í Njálu en tilvitnun í Þriðju málfræðiritgerðinni sýnir að hún var þekkt áður.
39 Örlygur á Esjubergi á það sammerkt með Ingólfi í Reykjavík og Katli gufu í Gufufirði að
Landnáma lætur örnefni í fjarlægum héruðum, Ingólfshöfða, Gufuskála o.fl., bera vitni um ferðir
þeirra áður en framtíðarheimilið var fundið. Hugmyndin um Örlyg getur varla verið sprottin af svo
fjarlægum staðanöfnum, en ef sagnamönnum fannst púður í að hafa hann sem best kristinn, og það
á írska vísu, þá gáfu heiti Örlygshafnar og Patreksfjarðar tækifæri til að styrkja þá hlið sögunnar.