Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Blaðsíða 34
33JARÐFUNDNIR KAMBAR Á ÍSLANDI FRÁ LANDNÁMI TIL 1800
megin, oftast með skorum. Skorurnar
geta verið með jöðrum okans eða eftir
miðju. Bæði þekkjast naglar í pörum
sem og í einfaldri röð. Depil hring-
ir eru stundum á enda plötum. D2
virðist fremur algeng gerð í Noregi
og Sví þjóð og finnst einkum í mann-
vistar lögum frá 13.‒14. öld117 og er
t.d. algengasta greinanlega gerð í
Þrándheimi (26 stk.)118. Sjö kambar
teljast af gerð D2/Typ 4 á Íslandi. Þrír
fundust í tíma setjan legu samhengi,
þar af tveir í Skaga firði, frá Kolkuósi
er Þjms. 2012‒39‒1547 og árið 2001
fannst nánast eins kambur á Reyni-
stað, Þjms. 2001‒33‒1. Einn fannst á
Svalbarði í Þistilfirði, SVB88‒1176.
Allir fundust þessir kambar í mannvistarlögum milli Heklugjósku frá 1104 og
1300.119
Á D3/Typ 6a, b eru íbjúgar endaplötur (mynd 21‒22). Okarnir geta verið
misbreiðir og stundum með skorur við jaðra og einnig í miðju. Naglar geta
verið í einfaldri röð og í pörum. Innan þessarar gerðar þekkjast líka kambar
með fjóra oka, tvo hvorum megin og göt á millihuta til skrauts.120 Þessi gerð
virðist vera lengi í notkun. Í Svíþjóð hefur D3 verið tímasett til seinni hluta
12. aldar og fram á 14. öld, en talin algengust á síðari hluta tímabilsins.121
Þess munu þó dæmi að gerðin hafi fundist í jarðlögum allt fram á 15. öld í
Skandinavíu og á meginlandinu.122 Í Þrándheimi fundust tólf eintök af D3
kömbum á löngu tímabili allt frá fyrri hluta 13. aldar til um 1600.123 Fjórir
kambar teljast vera af gerð D3/Typ 6a, b á Íslandi og þar af fundust tveir í
tímasetjanlegum mannvistarlögum frá um 13.‒14. öld. Brot úr kambi, Þjms.
15712, fannst í rústum Grafar í Öræfum, sem fór í eyði í gosi úr Öræfa jökli
117 Flodin 1989, bls. 124; Wiberg 1977, bls. 207‒208; Broberg og Hasselmo 1981, bls. 74‒84.
118 Flodin 1989, bls. 121, mynd 43, bls. 124.
119 Ragnheiður Traustadóttir (ritstj.) Kolkuós; Amorosi 1991, 1992, 1996; Steinberg 2001, bls. 76‒77;
Ragnheiður Traustadóttir 2015.
120 Wiberg 1977, bls. 210‒211, mynd 26‒28; Broberg & Hasselmo 1981, bls. 73, mynd 47, typ 6 a, b.
121 Blomqvist 1942, bls. 153, mynd 54, bls. 158; Broberg & Hasselmo 1981, bls. 76, mynd 52, typ 6a.
122 Wiberg 1977, bls. 17, 207, 209‒210.
123 Flodin 1989, bls. 121, mynd 43.
0 2,5 5
Mynd 18: Kambar af gerðinni D1/Typ 5. Efri
kamburinn er lausafundur frá Vestmannaeyjum, Þjms.
3535. Sá neðri fannst við fornleifarannsóknir í Stóruborg,
Þjms. 1990‒88‒040. Teikning: Stefán Ólafsson.