Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 152
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
UPPRIFJUN UM
NÁTTÚRUNAFNAKENNINGU
Í örnefnaforðanum eru einhverjar elztu og merkustu fornminjar og málleifar þessa lands, sem
eru óvenjulega forvitnilegt og frjótt rannsóknarefni, eins og ég vona, að mér hafi tekizt að
sýna fram á í fyrirlestrum mínum.1
Ég man þá tíð að fátt var umtalaðra í íslenskum fræðum en náttúrunafna-
kenning Þórhalls Vilmundarsonar. Hann hafði varpað henni fram eins og
sprengju í háskólafyrirlestrum 1966 og 1968, svo fjölsóttum að þá síðustu
þurfti að halda í Háskólabíói. Vakti hvort tveggja athygli, framsetning
Þórhalls, sem mjög studdist við kort og myndir,2 ólíkt því sem menn áttu
þá að venjast, og djarfar tilgátur hans sem þóttu ganga helgispjöllum næst
þegar hann dró í efa örnefnaskýringar fornrita, ekki síst Landnámabókar,
og þar með tilvist margra fornmanna – jafnvel sjálfs Ingólfs Arnarsonar!3
Ég hóf nám við Háskóla Íslands 1968, þar sem Þórhallur var prófessor
í Íslandssögu síðari alda. Lærði ég fyrsta veturinn bæði íslenska forn-
bók menntasögu og miðaldasögu, en án þess að því fylgdi nein leiðsögn
í fræðum Þórhalls. Sögur gengu þó af þeim og af viðtökum við þeim í
fræðaheiminum. Málfræðingar var sagt að höfnuðu langsóttum orðsifjum
sem Þórhallur styddist við í skýringum sínum. En það voru líka dómbærir
menn sem tóku betur undir. Jakob Benediktsson, sem þó var 1966 kominn
of langt með Landnámuútgáfu sína til að gera meira en skjóta inn stuttri
ábendingu um „nýstárlega og athyglisverða tilgátu“ sem Þórhallur hefði
kynnt í fyrstu fyrirlestrum sínum.4 Og Kristján Eldjárn sem sagt var að
1 „Örnefnastofnun Þjóðminjasafnsins. Greinargerð frá Þórhalli Vilmundarsyni,“ Morgunblaðið 9. sept.
1969, bls. 12. Tíminn og Alþýðublaðið birtu greinargerð Þórhalls sama dag.
2 Skv. nýnefndri greinargerð hafði Þórhallur sýnt í sjö fyrirlestrum 800–900 kort og myndir, en á
ferðum sínum um landið hafði hann þá þegar tekið yfir þúsund ljósmyndir og gert annað eins af
skýringaruppdráttum.
3 Sjá t.d. háðslega frásögn, „Ingólfur ekki til?“, í Alþýðublaðinu 22. nóv. 1966, og aðra jákvæðari – þótt
þar sé einnig gert grín að tilgátu Þórhalls um Ingólf Arnarson – í pistli Svavars Sigmundssonar í
Frjálsri þjóð 20. júlí 1967.
4 Jakob Benediktsson 1968, bls. cxli–cxlii. Nánar hjá Gunnari Karlssyni 2016, bls. 176.
ÞANKAR