Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Blaðsíða 111
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS110
biargist uith ok lios ok. ij. menn fastandi adra en hann sialfur. [...] þa skal
biskup skript skepia.“15
Ef prestur braut reglur um messuhald, þ.á m. með því að messa án þess
að hafa vígðan altarisstein fastan eða lausan, þá átti biskup að taka á því á
viðeigandi hátt. Í þeim kirkjumáldögum miðalda sem finna má í Íslenzku
fornbréfasafni frá tímabilinu 1180–1570 eru altarissteinar nefndir u.þ.b. 370
sinnum. Fjöldi steina í hverri kirkju er sums staðar tekinn fram auk þess
sem ýmsar lýsingar fylgja oft með, svo sem á stærð steinanna og hvort um sé
að ræða lausan eða búinn altarisstein.16 Talið er að altarissteinar hafi verið
af tvennum toga: stórir steinar sem mynduðu efri hluta altarisins, þ.e.a.s.
borðplötuna sjálfa, eða smærri steinar sem gátu ýmist verið lausir eða fastir.
Prestar gátu lagt lausan altarisstein (altare portabile) á tréaltari meðan á messu
stóð en búnir eða fastir altarissteinar (altare fixus) voru hins vegar festir í
tréramma eða í altarið sjálft.17
Notkunarsaga íslensku altarissteinanna er samofin kaþólskum sið en hana
má rekja aftur til kristnitöku, ef ekki lengra, og fram til siðaskipta.18 Breyttar
áherslur siðbreytingar, einkum vegna ólíkra trúarhugmynda og reglugerða,
ollu því hinsvegar að þörf fyrir sakramentisáhöld minnkaði.19 Altarissteinar
voru þó sums staðar áfram varðveittir í kirkjum eftir siðbreytingu20 þótt þeir
hafi ekki lengur haft hlutverki að gegna í messuhaldi. Sú mynd sem fæst
af gripaf lokknum er ófullkomin þar sem margir steinar hafa án efa glatast,
enda ólíklegt að altarissteinar hafi verið endurnýjaðir eftir siðbreytingu.21
Talið hefur verið að altarissteinar hafi þurft að vera úr marmara eða þá
fáðum steini22 en lýsingar á þeim venjum eru þó óljósar. Þeir altarissteinar
sem fundist hafa hérlendis eru bæði úr innlendum og erlendum
steintegundum,23 en hér má nefna að sumir þeirra steina sem túlkaðir
hafa verið sem altarissteinar gætu þó hafa gegnt öðru hlutverki, en nánar
verður vikið að því síðar í greininni. Samantekt á íslenskum altarissteinum
er að finna í B.A.-ritgerð Hildigunnar Skúladóttur (2011), Helgigripir úr
kaþólskri trú: varðveittir altarissteinar á Íslandi, og eru þar nefndir 36 steinar
sem varðveist hafa hérlendis og verið túlkaðir sem altarissteinar. Út frá
15 Íslenzkt fornbréfasafn I, bls. 243–244.
16 Hildigunnur Skúladóttir 2011, bls. 10, 48–54; Íslenzkt fornbréfasafn I–XVI.
17 Magnús Már Lárusson 1956, bls. 114.
18 Kristján Eldjárn 1992, bls. 136.
19 Guðrún Harðardóttir 2017, bls. 195.
20 Kristján Eldjárn 1992, bls. 136.
21 Hildigunnur Skúladóttir 2011, bls. 13.
22 Lynn 1984, bls. 25.
23 Guðbjörg Kristjánsdóttir 2004, bls. 251.