Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Síða 131
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS130
jafnan vafið utan um helga dóma.143 Græni liturinn öðlast á hinn bóginn
merkingu á miðöldum sem litur hinnar kristilegu vonar um eilíft líf.144
Græni porfýrsteinninn er í yfirgnæfandi hlutfalli í fundasafni Norðvestur-
Evrópu en almennt séð var hann auk þess meira notaður í ferðaölturu
en hinn rauði.145 Því kann ólík merking að hafa verið lögð í græna og
rauða porfýrinn út frá lit þeirra sem gæti útskýrt valið á grænum porfýr í
altarissteina. Dario Del Bufalo telur að kristileg merking hafi verið lögð í
græna porfýrinn sökum þess að dílar hans geta myndað krosslaga mynstur
sem litið var á sem signum crucis, tákn Krists í steininum merkt af drottni,
sem gerði hann að hinum kristilega marmara.146 Þess til stuðnings nefnir
hann nafngift steinsins sem lapis croceus sem hann túlkar sem krossstein147
en sú nafngift stafar þó líklega frekar af fundarstað steinsins í Krókeu í
Lakóníu.
Ýmsar gerðir steina eru í safni þeirra sem greindir hafa verið sem
altarissteinar á Íslandi. Meðal bergtegunda má nefna blágrýti, grágrýti,
rauðan jaspis, f löguberg, líparít, andesít, sandstein, hvítan marmara
og porfýr.148 Íslensku altarissteinarnir eru því fyrst og fremst gerðir úr
dökkleitum innlendum steintegundum en auk þess má einnig finna rauða
steina, jaspis, fyrrnefnda porfýrsteina og hvítan marmara en í kristilegu
samhengi er hvítur tákn ljóss og lífs.149 Þessar ólíku gerðir altarissteina má
skýra með þeim reglum sem voru settar altarissteinum en heimildum ber
ekki saman um hvort altarissteinar hafi átt að vera úr marmara eða dökkum
steini150 eða úr marmara og fáðum steini.151 Porfýr var skilgreindur sem
litaður marmari og myndi því falla undir altarissteina úr marmara. Íslenska
fundasafnið virðist falla að þessari túlkun á reglum kirkjunnar og má þá ætla
að æskilegt hafi þótt að kirkja hefði altarisstein úr marmara en að öðrum
kosti var hægt að nota altarisstein úr innlendum bergtegundum, hvort sem
áherslan var lögð á að þeir væru dökkir eða fáðir, nema hvort tveggja væri.
Ætla má að verðmæti porfýrs hafi í grunninn stafað af því að litið var á
hann sem litaðan marmara152 en marmari var afar eftirsóttur á miðöldum
143 Woolgar 2006, bls. 167‒168.
144 Del Bufalo 2013, bls. 126.
145 Descatoire 2015, bls. 158.
146 Del Bufalo 2010, bls. 173; Del Bufalo 2013, bls. 131.
147 Del Bufalo 2010, bls 173.
148 Hildigunnur Skúladóttir 2011, bls. 11‒28
149 Giorgi 2008, bls. 70.
150 Hildigunnur Skúladóttir 2011, bls. 7.
151 Lynn 1984, bls. 25.
152 Pliníus eldri 1855, bók XXXVI, kafli 11.