Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Side 40
39JARÐFUNDNIR KAMBAR Á ÍSLANDI FRÁ LANDNÁMI TIL 1800
reyndust þeir vera úr erlendum harðviði.141
Þessi viðartegund heitir á latínu Buxus
sempervirens, en er nefnd boxwood á ensku.
Hún hefur verið kölluð fagurlim á íslensku142
og vex m.a. í S‒Evrópu og Asíu.143
Af tvíraða trékömbunum 37 hafa 29
fundist við fornleifarannsóknir. Flestir
trékambar hafa fundist á Suðurlandi og fann
Þórður Tómasson safnvörður í Skógasafni
fyrstu trékambana á Íslandi í Stóruborg og
Dyrhólum í Mýrdal á 7. áratug 20. aldar,
alls átta kamba. Hann taldi þá vera frá því
um 1500 út frá gerðfræðilegum líkindum
við aðra gripi sem fundust á Dyrhólum
og Kúabót í Álftaveri, en Kúabót er talin
hafa farið í eyði á 15. öld.144 Við forn leifa-
rannsóknir í Stóruborg undir Eyjafjöllum,
fundust alls 11 trékambar,145 í Skálholti 6,146 á
Bessastöðum 1,147 í Reykjavík 3148 og í Viðey
6,149 alls 27 eintök. Enn hafa aðeins tveir
trékambar fundist á Norðurlandi, á Hólum
í Hjaltadal.150 Engir kambar fundust við
uppgröft á Skriðuklaustri í Fljótsdal, hvorki
úr tré né beini, en klaustrið var starfrækt á
tímabilinu 1493 til 1554.151 Engir kambar
úr tré hafa fundist á Grænlandi en þar er
almennt talið að byggð norrænna manna
141 Greiningarnar gerðu dr. Ólafur Eggertsson og
Lísabet Guðmundsdóttir í tengslum við ýmsar
fornleifarannsóknir sem og kambaverkefnið.
142 Orðabanki íslenkrar málstöðvar. Plöntuheiti.
143 Smirnova 2007, bls. 298‒299.
144 Þórður Tómasson 2008, bls. 75‒76; Lilja Árnadóttir 1987,
bls. 97‒99.
145 Mjöll Snæsdóttir (ritstj.) Stóraborg.
146 Lucas & Mjöll Snæsdóttir (ritstj.).
147 Guðmundur Ólafsson 2016.
148 Vala Garðarsdóttir 2010.
149 Viðey. Gagnasafn Viðeyjarrannsókna.
150 Ragnheiður Traustadóttir (ritstj.).
151 Steinunn Kristjánsdóttir 2015.
0 2,5 5 cm
Mynd 26: Trékambar, eldri gerðir. Efst
D‒5, kambur frá Dyrhólaey í Mýrdal, þá
Þjms. 1981‒182‒228 frá Stóruborg og sá
neðsti er lausafundur frá sama stað, STB
LF‒2036. Teikning: Stefán Ólafsson.