Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 93
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS92
í fiskatali, og hefur þetta varað um 20 ár eða lengur, síðan kaupstaðurinn
var færður fyrir sjóargángi þángað sem nú er hann.18
Krambúðin sem samkvæmt Jarðabókinni stóð á Skúmsstaðalandi frá því um
1690 hefur nær örugglega verið þar sem nú heitir Vesturbúðarhóll í túnfæti
Skúmsstaða. Ljóst er af úttektum sem hafa varðveist að árið 1742 voru húsin
á Vesturbúðarhól þrjú. Þau eru nefnd gamla húsið (byggt 1732), nýja húsið
(byggt 1734) og stóra húsið (byggt 1738). Í annarri úttekt frá árinu 1774 hefur
húsunum fjölgað í fjögur og voru þá: krambúð (byggð 1755), mörbúð, stóra
sláturhúsið og minna sláturhúsið. Hugsanlega eru þessu þrjú síðastnefndu
gamla, stóra og nýja húsið sem nefnd voru 32 árum fyrr. Úttektirnar nefna
ýmsa starfsemi sem fram fór í húsunum. Þar var vigtarhús, geymsla fyrir korn
og mjöl, geymsla fyrir timbur, sölubúð, lyfjabúð, skrifstofa, brennivínskjallari,
verkstæði beykis, mörbræðsla, tólgarbræðsla, sláturhús og ullarvinnsluloft.
Á einokunartímabilinu sigldu að jafnaði tvö kaupför til Eyrarbakka árlega
en kaupsvæði verslunarstaðarins var hið langstærsta á landinu og innan
þess bjuggu um 20% þjóðarinnar. Verslunarstaðurinn var enn við lýði
18 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1981, bls. 80.
Mynd 6. Vesturbúðin, horft til austurs. Timburgeymsla verslunarinnar í forgrunni.
Ljósmynd: Þjóðminjasafn Íslands (Lpr-5004).