Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Blaðsíða 189
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS188
Forsagan
Jón Steingrímsson eldklerkur og samtímamenn hans þekktu ekki Eldgjá og
höfðu engar sagnir af tilvist hennar. Jón þekkti hins vegar vel til hraunanna
á láglendinu í Skaftárþingi og í Eldriti hans kemur fram að hann telur
Landbrotshraun hafa „brunnið eftir Íslands byggingu“.4
Þorvaldur Thoroddsen kom í Eldgjá og skoðaði hana í rannsóknarferð
sinni um Vestur Skaftafellssýslu árið 1893.5 Hún var þá nafnlaus en hann
gaf henni nafn. Niðurstaða Þorvaldar var að frá Eldgjá hefðu runnið
gríðarmikil hraun bæði niður í Landbrot og Álftaver og að það hefði gerst á
fyrri hluta 10. aldar. Hann benti fyrstur á að frásögn Landnámu um Molda-
Gnúp og menn hans, sem f lúðu undan jarðeldi úr Álftaveri og byggðum
þar í grennd, gæti átt við hraungos í Eldgjá. Í Eldfjallasögu tímasetur hann
þessa atburði um 950.6
Fram eftir 20. öld voru menn þó ekki á einu máli um þetta. Sigurður
Þórarinsson hallaðist lengi að því að Eldgjárgosið hefði verið forsögulegt.7
Þorleifur Einarsson var á sömu skoðun í fyrstu útgáfum ritsins „Jarðfræði,
saga bergs og lands“.8 Guðrún Larsen gerði ítarlegar rannsóknir á Eldgjár-
gjósku og hraunum (Álftavershrauni, Meðallandshrauni og Landbrots-
hrauni).9 Niðurstaða hennar, sem birtist í grein í Náttúrufræðingnum
1979, var að gosið hefði átt sér stað á fyrri hluta 10. aldar. Í framhaldinu
lenti hún í snarpri ritdeilu við Jón Jónsson jarðfræðing sem taldi a.m.k.
hluta hraunanna miklu eldri en landnám.
Jöklaboranir og rannsóknir á ískjörnum úr Grænlandsjökli, sem hófust á
áttunda áratug tuttugustu aldar, opnuðu nýja möguleika í aldursgreiningum
bæði á veðurfarssveif lum og ekki síður á því að tímasetja stór eldgos með
efnagreiningum á ísnum og beinni talningu á árlögum í jöklinum (1.
mynd). Daninn Claus U. Hammer birti þá tvær greinar um rannsóknir
sínar á ummerkjum stórgosa í Grænlandsjökli, sem hann byggði á
raf leiðnimælingum á ísnum í kjörnunum.10 Niðurstöður hans voru þær að
stórgos hefði orðið árið 934 ± 2 einhvers staðar á norðurhveli jarðar. Einu
sambærilegu ummerkin í kjarnanum voru frá Skaftáreldum og Hammer
taldi að Eldgjá ein kæmi hér til greina.
4 Jón Steingrímsson 1907‒1915, bls. 5.
5 Þorvaldur Thoroddsen 1894.
6 Þorvaldur Thoroddsen 1925, bls. 249.
7 Sigurður Þórarinsson 1977, bls. 666.
8 Þorleifur Einarsson 1968, bls. 307, 1973, bls. 57.
9 Guðrún Larsen 1979.
10 Hammer 1980 a og b.