Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Blaðsíða 65
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS64
Fornleifaskráning á hvalveiðistöðvum Norðmanna
Á Vestfjörðum reistu Norðmenn átta stórar hvalveiðistöðvar; Á Langeyri og
Dvergasteinseyri í Álftafirði, Uppsalaeyri í Seyðisfirði, Stekkeyri (Heklu-
eyri) í Hesteyrarfirði, Meleyri í Veiðileysufirði, Sólbakka í Önundarfirði,
Höfðaodda í Dýrafirði og Suðureyri í Tálknafirði. Ein minni stöð var reist á
Krosseyrartanga í Geirþjófsfirði en var þó nýtt að mestu við selveiðar (mynd
1).34 Fjórar hvalveiðistöðvar voru valdar til skráningar sumarið 2015: Dverga-
steinseyri, Uppsalaeyri, Höfðaoddi og Sól bakki en markmiðið er að skrá
hinar fjórar á næstu árum. Ástæðan fyrir valinu var að mestu hagnýt; auðvelt
aðgengi er að þessum stöðvum og til eru ýmsar heimildir um þær. Meðal
þessara heimilda eru nokkrar ljós myndir sem varð veittar eru á Skjalasafni
Ísfirðinga og á þeim má greina margt sem kom að gagni við skráninguna
(sjá myndir 7 og 9). Á þeim sést að f lestar bygginganna voru úr timbri og
mest áberandi er lýsisbræðslan sem er auð þekkjan leg á múrsteinsskorsteini.
Á öllum hval veiði stöðvunum var bræðslan sjálf úr timbri en bræðsluofninn
og strompurinn hlaðnir úr múr steinum og skorsteinn þar yfir. Sömuleiðis
voru reist íbúðarhús fyrir starfs menn hval veiði stöðvanna, verkfæra skemmur,
smiðjur og pallar til að geyma lýsistunnur. Bæði hafa ritaðar heimildir og
ljós myndir sýnt að sérstök íbúðarhús voru reist fyrir stöðvarstjóra en að auki
reisti eigandi stöðvarinnar á Sólbakka í Önundarfirði veglegt íbúðarhús
og voru öll þessi hús gerð úr timbri.35 Fyrir utan ljósmyndir er til upp-
dráttur af hval veiði stöðinni á Höfða odda en á honum sést að fyrir utan þær
byggingar sem taldar eru hér upp að ofan voru einnig önnur mannvirki, t.d.
bryggjur, skipakvíar og slippir sem voru nauðsynleg mannvirki til viðhalds
á hvalveiðiskipum (mynd 10).
Þær hvalveiðistöðvar sem fjallað verður um hér að neðan eiga það
sameiginlegt að vera staðsettar innarlega í fjörðum og skjólmegin við eyri.
Áhugavert er að margar hvalveiðistöðvar Norðmanna eru ekki nálægt
verslunarstöðum, t.d. Uppsaleyri, Dvergasteinseyri, Heklueyri, Meleyri og
Seleyri, og er það sennilega vegna þess að hvalveiðmennirnir sáu sjálfir um
útf lutning á hvalaafurðum og voru ekki háðir Íslandsversluninni.
Dvergasteinseyri í Álftafirði
Norska hvalveiðifélagið A/S Harpunen byggði hvalveiðistöð á Dvergasteins-
eyri fyrir miðjum Álftafirði árið 1896, rúma 3,5 km suðvestan við Súðavík.
34 Ö-Langabotns, bls. 6.
35 Smári Geirsson 2015, bls. 170–179.