Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Side 127
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS126
sjálft en að steinninn sé þó helst til lítill til að þjóna því hlutverki.121
Steinninn er úr dökkgrænum porfýr með ljósgrænum dílum og er 7,9 x 4,8
x 2 cm að stærð, f latur og slípaður á yfirborðinu en bakhlið hans er ávöl
og nær óslípuð.122 Steinninn er að mestu heill fyrir utan að brotnað hefur
smávægilega upp úr honum. Hann hefur óljósar rákir samsíða langhliðum
sem gætu hafa myndast við slípun.123
Hvammur í Norðurárdal
Hvammskirkja í Norðurárdal er
nefnd í skrá Páls biskups Jónssonar
frá því um 1200.124 Altarissteinn
nr. 10897/1930-307, frá Hvammi,
var afhentur Þjóðminjasafni
Íslands af Þjóðminjasafninu í
Kaupmannahöfn árið 1930 en hann
er talinn hafa verið sendur danska
safninu ásamt grip nr. 10896/1930-
308, skurðmynd af Guði föður og
syni úr alabastri, árið 1870.125 Ekki
er annað vitað en að steinninn
hafi verið í gripasafni kirkjunnar
fram til 1870. Altarissteinninn frá
Hvammi er úr grænum porfýr
með ljósum dílum. Steinninn
er sporöskjulaga með afgerandi
hornum í báða enda og er 14 cm
að lengd, 7,6 cm að breidd og 1,2
cm að þykkt. Altarissteinninn er
felldur í ferhyrnda tréplötu, 18,4 x
12,1 x 2,4 cm að stærð, sem er nú með smáum götum eftir veggjatítlu. Í
umgjörð steinsins er dálítil gróp, 3 cm að lengd og 1 cm að breidd, sem
er talin hafa verið gerð til að geyma helgan dóm.126 Altarissteinninn frá
Hvammi hefur ákveðna sérstöðu innan gripasafnsins þar sem hann er eini
121 Matthías Þórðarson 1914.
122 Sama heimild.
123 Sólveig Guðmundsdóttir Beck 2018.
124 Björk Ingimundardóttir 2009, bls. 201.
125 Sarpur 2018, 10897/1930‒307; Sarpur 2018, 10896/1930‒308.
126 Sarpur 2018, 10897/1930‒307.
Mynd 11: Altarissteinn frá Hvammi í Norðurárdal. Gróp
má sjá í umgjörð undir steininum. Talið er að um sé að
ræða hólf fyrir helga dóma (Sarpur 2018, 10897/1930-
307). Ljósmynd: Þjóðminjasafn Íslands.