Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Blaðsíða 165
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS164
breyst, og hvernig þau voru upprunalega, það er það sem Þórhallur reynir
að rökstyðja, vitandi þó að aldrei næst fullvissa.
Meiri líkur og minni
Aldrei 100% vissa, segir Þórhallur um þær skýringar sínar sem byggja
á tilgátu um glataða frumgerð örnefna. Enda setur hann þær fram með
fyrirvara. Áður er vísað til ályktunar hans um „að f lestir Torfastaðir/
Torfustaðir merki ‘staður þar sem torf er skorið og þurrkað’. Hann segir
„f lestir“, ekki „allir“, og getur ekki fullyrt hvaða bæi þessi skýring á við.
Ekki heldur hverjir þeirra kunna að vera kenndir við persónu frá öndverðu,
aðeins að sú skýring virðist honum ólíklegri og muni því sjaldnar eiga við.
Svipuð er umfjöllun hans um Gróu-örnefni.34 Tvennir Gróustaðir, sem segir
frá í Þorskfirðinga sögu og Vatnsdælu, telur hann að hafi upphaf lega heitið
Grófarstaðir, bendir á áberandi gil eða grófir í næsta nágrenni þeirra og
telur, a.m.k. um Gróustaði í Geiradal, „aðstæður benda mjög sterklega“
til þeirrar skýringar. Hann ræðir einnig mörg önnur Grófar- og Gró(u)-
örnefni, m.a. Gróugerði og Grófargerði um sömu hjáleiguna, og „kynnu sum“
af Gró(u)-nöfnunum „að vera runnin frá *Grófar-“. Hér aðeins „kynnu“ og
„sum“, ekki f lest. Enda tekur hann fram að Gró(a) hafi frá fornu fari verið
algengt kvenmannsnafn og er þeim mun líklegra að einhver staðanöfn séu
af því dregin.
Þótt Þórhallur rökstyðji oft niðurstöður sínar af miklum sannfæringar-
þunga, þá á lesandinn sem sagt að skilja það sem líkur, jafnvel þó þær kunni
að nálgast 100%, ekki endanlega sönnun. Og ef lesandinn efast, þá er það af
því að hann myndi meta líkurnar lægri en honum virðist Þórhallur gera.
Slíkt mat er þó aldrei auðvelt að rökstyðja. Tilgátu Þórhalls um *Hunnarholt
les ég t.d. þannig að hann telji hana raunar alls ekki örugga, finnist þó
líklegra en ekki að hún hitti í mark. Mín tilfinning er að finnast hún
langsótt, en það kann ég ekki að rökstyðja. Auk þess er hætt við að mat mitt
sé skekkt: búinn að fá aðra hugmynd sjálfur, hafði líka kynnst Stóru‒Laxá
þegar hún var ekki sú gjöfula veiðiá sem hún ætti, af nafninu að dæma, að
hafa verið að fornu. Ég get a.m.k. ekki fullyrt að skýringin sé örugglega
röng. Og þó það sé ekki nema langsóttur möguleiki að hún standist, þá er
hún lóð – kannski lauf létt; það má deila um – á vogarskál þeirrar almennu
niðurstöðu að fjölmörg íslensk örnefni hafi breyst úr skiljanlegum náttúru-
eða nýtingarnöfnum í mynd sem virðist dregin af persónunafni. Jafnvel þó
34 Þórhallur Vilmundarson 1996b, bls. 87–90.