Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Blaðsíða 69
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS68
tóftanna og múrsteinsbrot sem þar liggja á yfirborði, að þær tilheyri veru
hvalveiðimanna er alls óvíst með nánara hlutverk þeirra.
Ríkulegt magn minja var skráð neðansjávar, norðaustanmegin við
hvalveiðistöðina. Flak barkskipsins Bergljótar (10) er mest áberandi og
í kringum f lakið liggur brak á víð og dreif. Mikið magn hvalbeina er
í kringum f lakið en mest er um bein norðaustan við það (mynd 11). Á
þessum stað er um 100 m² svæði þakið hvalbeinum en samkvæmt rituðum
heimildum eru þau úr ýmsum tegundum hvala.40 Vestan f laksins er stórt
svæði, 900 m², þar sem minjar af ýmsum toga liggja á víð og dreif, til
dæmis leirmunir, f löskur, gríðarlegt magn steinkola, múrsteinar, hrúgur
balleststeina, og f leira. Þessir gripir hafa margir endað á hafsbotni þegar þeim
var annað hvort hent í sjóinn, við hreinsun gufukatla eða losun balleststeina.
Allt eru þetta gripir sem tengjast búsetu norskra hvalveiðimanna á eyrinni
(mynd 6).
Fornleifaskráningin sýndi að minjum á Dvergasteinseyri stafar hætta af
ýmiss konar raski og hefur svæðið þegar orðið fyrir talsverðum skemmdum
vegna margvíslegra framkvæmda í gegnum tíðina. Bæði ljósmyndir (mynd
7) og fornleifaskráningin benda sterklega til þess að þegar Djúpvegur (61)
var lagður, hafi minjum sem tengdust hvalveiðistöðinni verið raskað og
sennilegt er að einhverjar þeirra hafi farið undir veginn. Einnig var eftir
því tekið að fast suðaustan megin við Dvergasteinseyri eru nýleg ummerki
um efnistöku í fjörunni.
Uppsalaeyri í Seyðisfirði
Á Uppsalaeyri í Seyðisfirði, rúmum 2 km sunnan við kirkjustaðinn Eyri,
reisti hvalveiðifélagið Hval Industri Aktieselskabed Island hvalveiðistöð
árið 1897. Þar stunduðu Norðmenn hvalveiðar til 1904, er þeir færðu sig
austur á land.41 Eyrin þar sem hvalveiðistöðin var byggð er lítil og landrými
takmarkað, því stóðu f lestar byggingarnar í hnapp við sjávarsíðuna. Nokkrar
voru þó reistar í hlíðinni fyrir ofan Eyrina. Í heildina voru 16 minjastaðir
skráðir og tengdust 13 þeirra hvalveiðimönnum (mynd 8). Framkvæmdir
vegna sumarhúss á ofanverðri 20. öld hafa skemmt minjastaðinn, en þær
minjar sem greina má á yfirborði eru allar grasi grónar (mynd 2). Sumarhúsið
sjálft var byggt ofan á tóft og hafa ýmsar smávægilegar framkvæmdir
tengdar búsetu í sumarhúsinu skemmt fornleifarnar á svæðinu.
40 Bjarni Sæmundsson, 1903b, bls. 101‒102.
41 Smári Geirsson 2015, bls. 259‒265.