Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Síða 24
23JARÐFUNDNIR KAMBAR Á ÍSLANDI FRÁ LANDNÁMI TIL 1800
E4‒gerð er jafnan lengri en E3 og í Osló er hún á milli 8,8‒21 cm löng
en oftast milli 15 og 20 cm.65 Bak er beint, koparnaglar þéttnegldir og
eru þeir eina skreytið á okunum. Þversnið okanna er hálfkúlulaga/ávalt.
Endaplötur eru oftast hornréttar á oka. Í Bergen er gerðin talin til 12. aldar
en í Osló hafa þessir kambar einkum fundist í lögum frá 13. öld og svo
er einnig í Lundi í Svíþjóð.66 Í Þrándheimi finnst gerðin á tímabilinu um
1075‒1325 en algengust frá fyrri hluta 12. aldar fram til um 1300.67
Þrír kambar hér á landi eru taldir af gerð E4 (mynd 11) en vafamál hvort
tveir í viðbót eru af gerð E4 eða E6. Heilir kambar hér af þessari gerð (tveir)
eru 15,8 og 18,2 cm langir og 2,7‒3 cm háir. Tennur á hvern sentimetra eru
margar, 8‒9 á þeim sem tiltækir eru. Einn kambanna, Þjms. 2016‒58‒1,
er lausfundinn á Stakkhamri í Eyja‒ og Miklaholtshreppi, einstakur að
gerð hér á landi að því leyti að hann hefur bæði fínar og grófar tennur
á sömu hlið. Hinir fjórir fundust við fornleifarannsóknir í Þistilfirði, á
Svalbarði og fornu býli innan sömu jarðar, Hjálmarvík. Fundust þeir í
mannvistarlögum frá því eftir að V~940 gjóskan fellur og til um 1300. Sé
tekið mið af jarðlagaskipan og gerðfræði má ætla að þrír þeirra séu frá síðari
helmingi 11. aldar til um 1200.68
Almenn einkenni kamba af gerð E5 eru að þeir eru með hátt bak og er
efsti hluti oka þynnri, eins og kjölur eða bakuggi. Í þversniði er því neðri
hluti okans þykkari en efri hluti. Í Noregi – Bergen og Osló – og einnig
65 Øye 2005, bls. 400.
66 Wiberg 1977, bls. 207; Øye 2005, bls. 405, 410; Blomqvist 1942, bls. 147, mynd 39‒42, bls. 150.
67 Flodin 1989, mynd 4, 43, 44, bls. 124.
68 Amorosi 1991, bls. 25, mynd 8.607; Amorosi 1992, bls. 121; Guðrún Alda Gísladóttir o.fl. 2013, bls.
74‒75.
0 2,5 5
Mynd 11: Kambur af gerð E4 sem fannst við fornleifarannsókn á öskuhaugi í Hjálmarvík í Þistilfirði. Kamburinn
ber númerið HVK10-027. Teikning: Stefán Ólafsson.