Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Blaðsíða 132
131FERÐASAGA MÓSAÍKFLÍSA – PORFÝRSTEINAR Á ÍSLANDI
sökum hörku sinnar og þess gljáa sem hann fékk við slípun.153 Á miðöldum
var litið svo á að hlutir endurköstuðu ekki ljósi heldur gæfu þeir sjálfir frá
sér ljós.154 Olli það því að skínandi hlutir á borð við ýmsa steina og málma
voru upphafnir sökum tengingar á milli ljóss og sannleika og þóttu þeir því
m.a. henta vel til að geyma helga dóma.155 Það kann að hafa verið ein af
ástæðum þess að porfýrinn þótti ákjósanlegur sem altarissteinn.
Dýrmætir steinar líkt og marmari voru afar verðmætir á miðöldum en
þó er talið að uppruni gæti enn aukið gildi þeirra líkt og þegar Karlamagnús
fékk sendar til sín súlur frá Róm og Ravenna, spolia sem talið er að hafi átt að
árétta vald hans og áhrif.156 Táknrænt gildi porfýrsins sem keisaralegs steins
og síðar notkun hans í trúarlegu samhengi, svo sem í kirkjubyggingum á
meginlandinu, hefur gert hann afar eftirsóknarverðan sem altarisstein,157 þá
ekki síst sökum uppruna hans. Líkt og býsönsku keisararnir upphófu porfýr
sem rómverska steininn158 má telja að altarissteinn sem fenginn var sem spolia
frá Róm hefði þótt eftirsóknarverður sökum tengingar við kristilegar rætur
borgarinnar. Verðmæti porfýrsins sökum útlits og fágætis auk uppruna hans
hefur því án efa sýnt ríkidæmi og vald þeirrar kirkju sem eignaðist slíkan
grip. Eftir að porfýrsteinn var vígður sem altarissteinn hefur hann einnig
hlotið trúarlega merkingu sem bæst hefur ofan á verðmæti efniviðarins
sjálfs. Fundarsamhengi íslensku porfýrgripanna er trúarlegt og undirstrikar
vægi bergtegundarinnar innan kirkjunnar á miðöldum en fundarsamhengi
steinanna getur einnig gefið okkur frekari innsýn í notkun þeirra.
Formgerðarfræði íslensku porfýrsteinanna
Ekki hefur enn verið gerð heildstæð samantekt um porfýrgripi erlendis heldur
er aðeins um að ræða ítarlega umfjöllun tengda ákveðnum uppgröftum,
svo sem frá Sigtuna, Hedeby og víðar í Schleswig-Holstein. Hér verður
íslenska fundasafnið því borið saman við þá porfýrgripi sem fundist hafa í
fyrrnefndum uppgröftum til að varpa frekara ljósi á formgerðarfræði porfýr-
steinanna. Formgerð íslensku porfýr steinanna má skipta í tvær gerðir, A:
plötur og B: stauta, en síðan er hægt að skipta A-gerð porfýrsteina eftir lögun
þeirra í ferhyrnda og spor öskjulaga steina (sjá myndir 17 og 18). Steinana
153 Kinney 2006, bls. 235.
154 Woolgar 2006, bls. 148, 150.
155 Sama heimild, bls. 150.
156 Kinney 2006, bls. 235.
157 Lynn 1984, bls. 27.
158 Peacock 1997, bls. 712.