Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Side 161
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS160
Að staður sé kenndur við húsdýr, það myndi í þessum dæmum ekki
tákna að neitt í landslaginu minni á útlit dýrs, eins og ég hafði ímyndað mér
um Hestfjall og Svínahraun, heldur sé nafnið dregið af búskap og lífsbjörg.
Slíkar skýringar aðhyllist Þórhallur gjarna, t.d. að Sölvahamar í Bárðar sögu sé
kenndur við sölin í fjörunni en engan Sölva, hvorki piltinn, sem í Bárðar sögu
er banað með því að kasta honum fram af hamrinum, né landnáms mann-
inn sem Landnáma lætur f lytja þangað bæ sinn þó raunar sé þar allt annað
en bú sældarlegt.22 Á sama hátt ályktar hann „að f lestir Torfastaðir/Torfu staðir
merki ‘staður þar sem torf er skorið og þurrkað’.“23 En það hefur þá verið
gert að staðaldri, ekki í eitt sögufrægt skipti eins og í dagverðar-skýringum
fornritanna.
Jafnvel Unnarholt var í augum Þórhalls ekki neitt augljóst náttúrunafn.
Í sérstakri ritgerð24 um örnefni dregin af fiskveiðum hugleiðir hann m.a.
hvort einhverjir af Hrappsstöðunum kunni að vera nefndir svo af veiðinni
sem þar mátti hreppa.25 Hann fer rækilega yfir Húns- og Húna-nöfn og telur
þau einna helst dregin af annars óþekktu kvenkynsorði: *hunnr (veiði eða
veiðitæki), sbr. sterku sögnina *hinna, sem raunar er ekki þekkt í íslensku
en í skyldum málum (gotn. hinþan, sæ. hinna, e. hunt).26 Í framhaldi af
því stingur hann upp á skýringunni *Hunnarholt > Unnarholt, upphaf lega
dregið af veiði í Stóru‒Laxá.27
Þannig snýst „náttúrunafnakenning“ Þór halls Vilmundar sonar um annað
og meira en náttúru nöfn. Í henni felst að staðir hafi ógjarna – a.m.k. sjaldnar
en forn ritin vilja vera láta – dregið nafn af því einstaka: persónum eða at-
vikum. En frekar af því almenna: landslagi, staðháttum, landnytjum, búskap.
Ekki víst, ekki allt
Náttúrunafnakenning Þórhalls spratt af vinnu hans við útgáfu Harðar
sögu og Hólmverja, ásamt f leiri sögum og þáttum, fyrir Íslensk fornrit.
Vegna efasemda um örnefnaskýringar sagnanna hafði Þórhallur lagt
útgáfuna til hliðar meðan hann einbeitti sér að örnefnarannsóknum, en
hóf vinnu við hana að nýju 1983.28 Er það til marks um að þá hafi hann
22 Þórhallur Vilmundarson 1991, bls. lxxxii.
23 Þórhallur Vilmundarson 1986, bls. 71.
24 Þórhallur Vilmundarson 2006.
25 Sama, bls. 214.
26 Sama, bls. 219–226.
27 Sama, bls. 227.
28 Þórhallur Vilmundarson 1991, bls. ccxxvi. Eftir sögn Gunnars Karlssonar (2016, bls. 173) voru
efasemdir Þórhalls um örnefnaskýringar komnar fram ekki síðar en 1962.