Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Side 77
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS76
Umræða
Rannsóknin leiddi í ljós umtalsverðar minjar eftir norska hvalveiðimenn
bæði á landi og í sjó við þrjár af þeim fjórum hvalveiðistöðvum sem voru
skráðar á vettvangi. Samtals voru 43 minjastaðir skráðir á landi, þar af 28
sem tengdust norskri hvalveiðiútgerð í lok 19. aldar: á Dvergasteinseyri
voru skráðar tíu hvalveiðiminjar, Höfðaodda fimm, Uppsalaeyri þrettán og
engar minjar á Sólbakka.
Almennt séð ætti að vera tiltölulega auðvelt að finna hvalveiðistöðvar
frá mismunandi tímum, þar sem þær virðast fylgja þeirri reglu að vera
byggðar innarlega í fjörðum og skjólmegin á eyri þar sem aðdjúpt er.
Áhugavert er að 17. aldar hvalveiðistöðin á Strákatanga virðist einnig fylgja
þessari reglu.51 Staðsetning hvalveiðistöðva er einna líkust staðsetningu
verslunarstaða og er það að öllum líkindum vegna þess að í báðum tilfellum
þurftu stór þilfarsskip að geta legið í skjóli við slíka staði. Sem dæmi um
verslunarstaði sem hafa svipaða staðsetningu og hvalveiðistöðvar má nefna
Ísafjörð, Patreksfjörð, Tálknafjörð, Flateyri o.f l. Verstöðvar aftur á móti
voru byggðar fyrir opnu hafi utarlega í fjörðum, sem næst fiskimiðum, og
ekki þurftu þilfarsskip að athafna sig við þær. Einnig er munur á tóftum
á hvalveiðistöðvum og öðrum tóftum, sem finnast við sjávarsíðuna, og á
þetta bæði við um 17. og 19. aldar hvalveiðiminjar. Sá munur felst fyrst og
fremst í stærð og fjölda og standa f leiri tóftir saman í hnapp á tiltölulega litlu
svæði. Við þetta má bæta að tóftir á hvalveiðistöðvum eru iðulega stærri
og reglulegri í lögun, auk þess var meira um að múrsteinar en hleðslugrjót
væru notaðir í byggingu þeirra. Þessi munur er áberandi í Strákey og
Kóngsey í Strandasýslu þar sem er bæði að finna íslenskar verminjar og
hvalveiðiminjar frá 17. öld og eru hvalveiðiminjarnar þar mun stærri og
reglulegri en íslensku verbúðaminjarnar.
Skráning minja á vettvangi gaf hugmynd um staðsetningu sumra
bygginga á hvalveiðistöðvunum og getur það varpað ljósi á hvernig vinnslu
hvalaafurða var háttað á norskum hvalveiðistöðvum á Vestfjörðum, sem
aðrar heimildir eru að mestu fáorðar um.52 Ljósmyndir og fornleifaskráning
benda sterklega til þess að stærstu byggingar hverrar hvalveiðistöðvar hafi
51 Ragnar Edvardsson og Magnús Rafnsson 2011, bls. 145–166; Ragnar Edvardsson 2015, bls.
319–344.
52 Að mestu eru það samtímateikningar sem komast hvað næst því að sýna skipulag
hvalveiðistöðvanna, en slíkar heimildir eru fáar. Hér mætti nefna að í örnefnasafni Stofnunar Árna
Magnússonar í ís lenskum fræðum er til uppdráttur eftir Samúel Eggertsson en það er aðeins gróf
teikning af innan húss formi bræðslu. Einnig er til teikning af hvalveiðistöðinni á Sveinsstaðaeyri við
Hellisfjörð frá 1906, sjá Smári Geirsson 2015, bls. 314.