Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 36
35JARÐFUNDNIR KAMBAR Á ÍSLANDI FRÁ LANDNÁMI TIL 1800
eru jafn grófar beggja vegna og stund-
um eru tann plötur látnar mynda skreyti
með þvi að saga mishátt fyrir tönnum.
Á þennan mun var sennilega fyrst bent
árið 1936 af Aage Roussell arkitekt
og fornleifafræðingi sem gróf mikið á
Grænlandi og einnig í Þjórsárdal 1939. Í
riti hans um uppgröftinn á Sandnesi og
nálægum bæjum kemur fram að græn-
lenskir kambar úr norrænum byggðum
séu sérstakrar gerðar. Til hlið sjónar hafði
hann verk Sigurd Grieg um mið aldagripi
í Noregi.132 Útskála kambur minnir á
tengsl Íslands í vesturátt á miðöldum
og þótt hann uppfylli ekki þau skilyrði
að hafa fundist í öruggu tímasetjanlegu
samhengi hér á landi, eru minjar norænna manna á Grænlandi jafnan ekki
taldar yngri en frá um miðja 15. öld.133 Á Útskálum var stór býli og kirkja
frá fornu fari og má e.t.v. horfa á þennan dýrgrip í samhengi við kirkju legar
at hafnir eins og segir hér að framan um kirkju kamba. Kamburinn virðist
óvenju langur mið að við þá græn lensku kamba sem höf undar hafa getað
132 Roussell 1936, bls. 121, mynd 103‒2 og 4, bls. 182, mynd 195; Grieg 1933.
133 Gulløv (ritstj.) 2005, bls. 278.
Mynd 21: Kambur af D3/Typ 6a, b ‒ gerðum.
Kambur frá Stóruborg, Þjms. 1985‒268‒061,
lengd 8 cm.Teikning: Stefán Ólafsson, eftir
uppdrætti gerðum á vettvangi.
0 2,5 5 cm
Mynd 22: Kambur af D3/Typ 6a, b ‒
gerðum. Kambur sem fannst í Skinnhúfuhelli
í Hvalfjarðarstrandarhreppi, Þjms. 6787.
Kamburinn er einstakur og engu líkara en
hann sé smíðaður upp úr tveimur eldri kömbum
því að göt og sagarför á tannplötum og okum
standast ekki á. E.t.v. tilraun til endurnýtingar
og greinilegt að hann er smíðaður hér á landi.
Teikning: Stefán Ólafsson.
Mynd 23: Kambur af D4/Typ 7‒gerð.
Kambur fundinn við rannsóknir í Reykjavík,
Þjms. 2008‒32‒0600. Ljósmynd
greinarhöfunda.
0 1 2 cm