Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Síða 135
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS134
uppruna,164 hafi brotnað hérlendis heldur má telja að þeir hafi verið notaðir
í þeirri mynd sem þeir nú hafa.
Varðandi hlutverk porfýrsteinanna virðist vera sem um tvo f lokka sé að
ræða; þá steina sem eru taldir ótvíræðir altarissteinar út frá fundarsamhengi
og stærð, svo sem steinarnir frá Hvammi, Hruna og Þórarinsstöðum,
og síðan eru þeir steinar sem hafa óljóst hlutverk sökum lögunar sinnar,
til að mynda steinarnir frá Viðey og Reykholti. Lítið verður fullyrt um
porfýrstein nr. 4098 sökum þess að fundarsamhengi hans er óþekkt.
Steinninn frá Stóru-Borg er afar smár en hefur þó ekki ílanga lögun
steinanna frá Viðey og Reykholti. Steinninn frá Stóru-Borg fannst við
sjávarrof og er því fundarsamhengi hans óljóst og þar af leiðandi erfitt að
segja til um hvort hann hafi komið úr gröf í kirkjugarðinum, kirkjunni
sjálfri, svo sem kirkjugólfi, eða jafnvel bæjarhólnum.165 Þar sem Stóra‒Borg
var kirkjustaður á miðöldum er þó ekki ólíklegt að um altarisstein sé að
ræða þrátt fyrir að gripurinn sé fremur smár. Bracker‒Wester hefur til að
mynda fjallað um margbreytilega stærð þýskra porfýrsteina og dregur þá
ályktun að jafnvel afar smáir porfýrsteinar hafi dugað í ölturu.166 Ritaðar
heimildir virðast auk þess benda til þess að altarissteinar hafi verið misstórir
en í íslenskum kirkjumáldögum er til að mynda tekið fram í upptalningu á
altarissteinum frá Presthólakirkju í Núpasveit frá 1461 að kirkjan eigi einn
stóran altarisstein og þrjá smærri.167 Verður því hér ekki útilokað að litlir
porfýrsteinar, líkt og sá frá Stóru-Borg, hafi verið notaðir sem altarissteinar.
Porfýrsteinarnir frá Viðey og Reykholti eru ólíkir hinum porfýr-
steinunum sökum ílangrar lögunar sinnar en lögun þeirra er sambærileg
við aðra steina úr innlendum bergtegundum svo sem rauðan jaspisstein,
grip nr. 2007-44-148, frá Kirkjubæjarklaustri168 og fjóra steina úr Viðey,
1987-413-45135, 1987-413-57634, 1987-413-6265, fyrrnefnda þrjá rauða
steina sem virðast vera úr rauðum jaspis, auk 1990-89-5 gráleits steins úr
ógreindri innlendri bergtegund.169 Af þeim steinum sem greindir hafa
verið sem altarissteinar á Íslandi eru þessir steinar þeir einu sem hafa þetta
smáa og ílanga form.170 Ætla má þó að ólíkt innlendu steinunum hafi
porfýrsteinarnir frá Viðey og Reykholti ekki verið mótaðir í sitt ílanga form
164 Sarpur 2018, 4098/1895‒32.
165 Innri vefur Sarps 2018, 1975‒616‒3.
166 Bracker‒Wester 1975, bls. 125.
167 Íslenzkt fornbréfasafn V, bls. 278.
168 Kristján Mímisson og Bjarni F. Einarsson 2009, bls. 52.
169 Hildigunnur Skúladóttir 2011, bls. 16.
170 Sama heimild, bls. 29.