Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Side 35
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS34
1362.124 Kambur af þessari gerð, Þjms.
1985-268‒61, fannst í 13. aldar samhengi
í Stóruborg undir Eyjafjöllum.125
Gerð D4/Typ 7 (mynd 23) hefur
einfaldan boga á endaplötu og einn
oka. Skora er stundum eftir okamiðju
og naglapör beggja vegna, einföld röð
nagla þekkist líka. D4 gerð virðist fátíð
á Norðurlöndum.126 Aðeins eitt dæmi
er frá Osló, tvö frá Þrándheimi127 og
eitt dæmi er tilgreint frá Uppsölum.128
Aðeins einn kambur hér á landi, Þjms.
2008‒32‒0600, telst af gerð D4. Sá
fannst við rannsóknir í Reykjavík í
mann vistar lögum milli land náms-
gjósku um 871 og miðalda gjósku-
lagsins 1226.129
Nokkrir óvenjulegir tvíraða bein-
kambar eru í íslenska kambasafninu.
Fyrst skal nefna kambinn Þjms. 1207 frá
Útskálum, sem var færður Þjóð minja-
safninu 1877 (mynd 24). Kamburinn sá
kemur ókunnuglega fyrir sjónir hér á
landi og í gerðfræðiskema Norðurlanda
og Norður‒Englands en á vel heima
meðal grænlenskra kamba úr byggðum
norrænna manna.130 Kambar fundnir á
Grænlandi skera sig frá kömbum sömu
formgerða sem fundist hafa annars staðar í löndum við Norður‒Atlants haf.131
Þeir eru ekki sam hverfir, þ.e.a.s. endaplötur eru ekki samhverfar, tennur
124 Gísli Gestsson 1959, bls. 8, 70.
125 Mjöll Snæsdóttir (ritstj.) Stóraborg.
126 Wiberg 1977, bls. 209, 211 mynd 29.
127 Flodin 1989, bls. 121, mynd 43.
128 Broberg & Hasselmo 1981, bls.79.
129 Vala Björg Garðarsdóttir 2010, bls. 337.
130 Arneborg Pedersen 1984, bls. 70, mynd 25.
131 Arneborg Pedersen 1984, bls. 70‒71, mynd 24; Andreasen og Arneborg 1992, bls. 40, mynd 17;
Roussell 1936, bls. 120, 121, mynd 103‒2 og 4, bls. 182, mynd 195; Nørlund og Stenberger
1934‒1936, bls. 135, mynd 101 A; Roussell 1941, bls. 263, mynd 163.
Mynd 19: Kambar af D2/Typ 4 gerð. Tveir
áþekkir kambar úr Skagafirði. Hinn efri er frá
Reynistað og fannst 2001 (6,2 cm langur). Sá
neðri er frá fornum verslunarstað á Kolkuósi, Þjms.
2012-39-1547 (8,1 cm langur). Teikning: Eavan
O´Dochartaigh.
0 2,5 5
Mynd 20: Kambur af D2/Typ 4 gerð. Kambur,
Þjms. 3332 fannst í Hlíðarhaga í Eyjafirði við
stækkun fjóss. Teikning: Stefán Ólafsson.