Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Qupperneq 121
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS120
18.‒19. aldar.85 Hann er úr rauðum jaspis, brotinn í annan endann og mjög
máður í hinn. Gripur nr. 1987‒413‒6265 vegur 14 gr og stærð hans er 6
x 1 x 1 sm. Steinninn fannst í grunni Viðeyjarkirkju og virðist því óljóst
hvort hann tilheyrir þeirri kirkju sem stendur nú, sem byggð var árið 1766,
eða eldri kirkju sem þar stóð en aldur hennar er óþekktur.86 Gripurinn er
slípaður og ílangur eins og hinir en brotinn í báða enda. Ólíklegt er að
um rauðan porfýr sé að ræða heldur mögulega rauðan jaspis, sandstein eða
rauðaberg. Rauðu steingripirnir úr Viðey eru því að öllum líkindum úr
innlendum bergtegundum.
Varðveittir porfýrsteinar
Við greiningu reyndust sjö gripir vera úr porfýr, sex grænir og einn rauður, og
mynda þeir því fundasafn varðveittra og jarðfundinna porfýrgripa á Íslandi.
Grænu porfýrgripirnir einkennast af dul kornóttu bergi með dökk grænan
grunnmassa og ljósgræna díla sem eru um 1‒15 mm, en rauði porfýrinn
hefur dulkornóttan dökkrauðan grunnmassa með litlum bleik hvítum dílum
af stærðinni 0,5‒4 mm.87 Íslensku porfýr stein arnir hafa aðeins fundist á
þremur rannsóknarstöðum við forn leifa uppgröft: einn grænn porfýrsteinn í
Viðey,88 grænn porfýrsteinn á Þórarins stöðum í Seyðisfirði89 og einn rauður
porfýrsteinn í Reykholti í Borga rfirði.90 Hinir fjórir porfýrsteinarnir fundust
ekki við uppgröft heldur hafa borist Þjóð minja safni Íslands til varðveislu,
f lestir frá kirkju stöðum. Þeir eru grænn porfýrsteinn úr Hrunakirkju í
Hruna manna hreppi,91 grænn porfýr steinn frá Hvammi í Norðurárdal,92
grænn lausa fundinn porfýr steinn frá Stóru-Borg undir Eyjafjöllum93 og
grænn por fýr steinn nr. 4098 en fundarstaður og samhengi hans er óþekkt.94
Sólveig Guð munds dóttir Beck greindi steinana og er því staðfest að þeir eru
allir úr porfýr. Nánari grein verður gerð fyrir þessum steinum hér að aftan.
85 Margrét Hallgrímsdóttir 1988, bls. 25; Viktoría Halldórsdóttir 2014, bls. 16.
86 Margrét Hallgrímsdóttir 1988, bls. 38.
87 Sólveig Guðmundsdóttir Beck 2018.
88 Margrét Hallgrímsdóttir 1989, bls. 73.
89 Steinunn Kristjánsdóttir 2003, bls. 121–122.
90 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2002, bls. 20–21.
91 Matthías Þórðarson 1914, bls. 58.
92 Sarpur 2018, 10897/1930-307.
93 Sarpur 2018, 1975-616-3.
94 Sarpur 2018, 4098/1895-32.