Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Side 21
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS20
miðaldabæjum,50 einkum á tímabilinu um 1050‒1300. Í Bergen eru einraða
koparnegldir kambar algengastir á 12. öld, en örfá dæmi eru til fyrr og
síðar.51 Í Þrándheimi virðist gerðin vera í notkun frá því seint á 10. öld en
einstaka dæmi eru í mannvistarlögum fram á 15. öld, en algengust er gerðin
talin milli 11. og 14. aldar.52 Í Svíþjóð hafa koparnegldir einraða kambar
helst fundist í 12. aldar mannvistarlögum og fram á fyrri hluta 13. aldar.53
Í Skotlandi eru kambar af þeirri gerð sem hér um ræðir einkum taldir vera
frá því seint á 10. öld til 13. aldar, og til eru dæmi frá 14. öld.54 Elstu gerðir
koparnegldu kambana (gerðir sem kallast E1‒E2 í Noregi, og stendur E
fyrir einraða kamb, og gerð 9 í Skotlandi) finnast nánast einvörðungu
nyrst á Skotlandi s.s. á Katanesi, á Orkneyjum og Hjaltlandseyjum en aðrar
tegundir kamba eru algengari við vesturströnd Skotlands, á Suðureyjum,
Englandi og Írlandi.55 Á Íslandi hafa um 20 kambar af 49 bæði fundist í
tímasetjanlegu samhengi og eru nægilega vel varðveittir til að gerðfræðileg
greining sé möguleg.
Hér að aftan verður farið yfir E‒gerðir, einkenni og fundarsamhengi
hérlendis og í nágrannalöndum okkar. Einkenni gerðanna E1‒E2 er kúpt
bak og skraut á okum, sem er t.a.m. depilhringir, bandf léttur (Z‒mynstur)
eftir öllum oka, lóðrétt skástrik við enda, skorur með brúnum og eftir
okunum endilöngum (mynd 9) auk þess sem dæmi eru um óskreytta
kamba56 og hafa þá koparnaglarnir myndað skreytið. Dæmi eru um að okar
hefjist upp til enda og myndi dýrshaus og að endatannplötur séu lengri/
hærri en okarnir og myndi horn. Þversnið okanna er yfirleitt f latt‒ávalt,
okarnir eru fremur breiðir og breiðastir um miðjuna. Flestar endaplötur vísa
út, færri eru hornréttar á okann. Engin kambslíður hafa fundist frá þessum
tíma á Íslandi. Endaplötur geta verið skreyttar og haft tygilgat. Gerðin E1
er einkum talin 11. aldar gerð í Osló og Bergen þó að einstök dæmi finnist
í yngri lögum og E2 er talin 12. aldar gerð. 57 Í Þránd heimi er tímabilið þó
nokkuð lengra, þar finnast kambar af E1‒gerð í mann vistar lögum frá fyrri
hluta 11. aldar allt fram á þá fimmtándu en eru algengir fram á 14. öld.
E2‒gerð er tímasett frá fyrri hluta 11. aldar fram til um 1300, algengust á
50 Koparnegldir kambar eru oft nefndir á ensku „late Norse“ gerð.
51 Øye 2005, bls. 404, 410.
52 Flodin 1989, bls. 19, 121, 124.
53 Broberg & Hasselmo 1981, bls. 73 mynd 47, 76, 85 (gerð 1, Typ 1a‒d).
54 Ashby 2010, 6; Ashby 2007, 5; Ashby 2015, bls. 267.
55 Ashby 2015, bls. 267.
56 Øye 2005, bls. 399‒400.
57 Wiberg 1977, bls. 204; Øye 2005, bls. 405, 410.