Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 155
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS154
Maður sá Þórhall fyrir sér á rannsóknarferðum sínum, á jeppanum fræga,13
staðráðinn í að tortryggja allar viðteknar örnefnaskýringar og eldsnöggan
að sjá í landslaginu þá skýringu hvers nafns sem öllum öðrum hafði sést
yfir.
Þessi hugmynd um aðferð Þórhalls mótaði viðbrögðin, bæði hjá þeim
sem höfnuðu henni og hinum sem létu sannfærast. Hjá þeim tortryggnu
komust á kreik sögur sem kviknuðu hver af annarri eins og þjóðsagna
er háttur og snerust helst um það hvernig Þórhallur hefði átt að koma
aðvífandi og slá fram náttúruskýringu á örnefni sem heimamenn vissu að
var nýtt og dregið af heiti lifandi manneskju.14 Ég var í hópi hinna sem létu
sannfærast, og þá einmitt af stökum skýringum út frá sérstöku landslagi.
Það var t.d. óvænt hugmynd að Seyðisfjörður héti svo af því að hann
hefði minnt fólk á seyði – soðholu til að elda í mat. En þegar Þórhallur
hafði fundið rétta sjónarhornið ofan af heiði og tekið mynd sem vissulega
sýndi fjörðinn líkan holu, aðhallandi á alla vegu, þá var ekki mjög erfitt
að trúa. Enn ljósara virtist, þegar Þórhallur var búinn að benda á það,
að Tálknafjörður drægi ómögulega nafn af landnámsmanninum Þorbirni
tálkna Böðvarssyni heldur af fjallinu Tálkna, sem svo heitir enn í dag og
13 Sem þá var ekki algengt farartæki borgarbúa. „Til ferða þessara hef ég keypt sérstakan óvegabíl
(Ford Bronco),“ segir Þórhallur í fyrrnefndri greinargerð sinni, sjá nmgr. 1.
14 Í einni sögunni var nafnið ekki nýtt heldur landslagið, þ.e.a.s. áveituskurður. Sönnur veit ég ekki á
neinni þeirra.
Þórhallur Vilmundarson (til hægri) skráir hér upplýsingar um örnefni eftir Ágústi Þórhallssyni, bónda í Langhúsum
í Fljótsdal. Ljósmynd: Ragnheiður Torfadóttir.