Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Blaðsíða 42
41JARÐFUNDNIR KAMBAR Á ÍSLANDI FRÁ LANDNÁMI TIL 1800
á þeim yngri. Um 62% trékamba
hefur fundist í samhengi sem getur
sagt nánar til um aldur og eru þeir
tímasettir frá 15. öld til hinnar
átjándu.
Tvíraða, ósamsettir kambar úr beini eða
horni, 16.‒18. öld
Fjórir kambar eru af þessari gerð,
allir fundnir við fornleifarannsóknir;
tveir í Skálholti, 2004‒64‒4271 og
2006‒64‒10395, einn á Hólum,
2011‒37‒15625, og einn á Berg þórs-
hvoli í Landeyjum, Þjms. 10082.
Efnið í einum þeirra 2006‒64‒10395, sem reyndar er illa varðveittur, hefur
verið greint sem horn af hjartardýri162, sá sem fannst á Bergþórshvoli er talinn
úr hvalskíði (mynd 30),163 en efni hinna tveggja hefur ekki verið greint
frekar. Kambarnir hafa allir grófa og fína tannaröð og þar sem örugglega
má greina slíkt eru grófu tennurnar um þrjár á cm og fínu tennurnar um
6‒8. Kamburinn frá Berg þórshvoli er sá eini sem er heill. Enda stykkin eru
breiðari en tennurnar og endar beinir, stærðin er 6,3x5,3x0,4 cm. Örlítið
skreyti er á endastykki rétt ofan við grófu tanna röðina öðrum megin,
stutt sikk-sakk lína eða kráku stígsmunstur, e.t.v. eigenda mark. Endastykki
kambs Þjms. 2011‒37‒15625 er formað í þrjá boga (mynd 29) og endastykki
Þjms. 2011‒37‒15625 er allt bogadregið eða e.t.v. réttara að skásneitt sé frá
hornum og beinn kaf li á milli sneiðinga.
Þrír af þessum fjórum kömbum eru fundnir í öruggu 17.‒18. aldar sam-
hengi; Skálholts kambarnir fundust í mann vistarl ögum sem eru tímasett til
1720‒1760164 og Hólakambur í lögum sem tímasett eru til um 1650‒1800.165
Tímasetning mannvistarlaga sem Bergþórshvolskambur fannst í er tæplega
mikið eldri en um 1500 þar sem prjónles fannst í sor pgryfju 1, sem
kamburinn fannst í.166 Tvíraða ósamsettir kambar voru í notkun á löngu
tíma bili í ná granna löndum okkur en virðst ekki sérlega al gengir. Í Svíþjóð
hefur þessi gerð verið tíma sett til miðalda, eða um 1100‒1350, einkum
162 Lucas & Mjöll Snæsdóttir (ritstj.). Skálholt.
163 Kristján Eldjárn og Gísli Gestsson 1952, bls. 50.
164 Lucas & Mjöll Snæsdóttir (ritstj.). Skálholt.
165 Ragnheiður Traustadóttir (ritstj.). Hólar.
166 Kristján Eldjárn og Gísli Gestsson 1952, bls. 28‒30.
Mynd 28:Trékambur af yngri gerð, Þjms.
2005‒37‒8306, frá Hólum í Hjaltadal. Lengd
brotsins er 4,5 cm og hæð 4,3 cm. Teikning: Eavan
O´Dochartaigh.