Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Blaðsíða 47
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS46
fylltu trékambar skarðið og farið var að fjöldaframleiða ódýra trékamba
úr harðviði.181 Um eða upp úr 1800 virðast trékambar hverfa úr íslenskri
efnismenningu. Engir trékambar hafa fundist í fornleifarannsóknum á
mannvistarleifum frá 19.‒20. öld né eru þeir algengir á byggðasöfnum, eftir
því sem höfundar komast næst. Á byggðasöfnum, sem einkum varðveita
minjar frá 19. og 20. öld, eru hár greiður af öllum stærðum og gerðum
úr fjölbreyttum efniviði t.d. málmi s.s. messing og silfri, skelplötu, horni
(innf luttu) og svo plasti. Efnismenning breytist mikið frá um 1800182 og
aðgengi að fjölbreyttum og ódýrari varningi í Evrópu verður betra og sést
það almennt vel bæði í jarðfundnum gripum og safngripum. Gjóskulög og vel
skilgreindar rannsóknir hjálpa okkur til að álykta um aldur kamba hérlendis.
Í íslenskum minjum er greinilegt að bein kambar eru fáséðir eftir 1300 en í
nágrannalöndum eru þeir í notkun lengur. Trékambar eru hérlendis nánast
einráðir eftir 1500. Eyðan á 14. og 15. öld getur átt sér nokkrar skýringar,
ekki hefur verið rannsakað mikið af minjum frá þessu tímabili. Þá er einnig
hugsanlegt að varðveisla hafi ekki verið nægilega góð á þeim stöðum sem
rannsakaðir hafa verið. Ef til vill hafa breytingar á verslunarleiðum haft áhrif
á framboð kamba og ekki er loku fyrir það skotið að jaðarsvæði eins og Ísland
finni fyrr fyrir því þegar tiltekin vörutegund verður sjaldgæf eða dýrari eins
og kann að hafa verið með beinkamba. Í Noregi finnast trékambar nokkru
fyrr en hér á landi og er freistandi að álykta að með frekari rannsóknum muni
kambar úr tré fylla þetta tómarúm.
Þó að kambarnir séu einkar vel fallnir til tímasetninga endurspegla þeir
þó margt f leira. Með hliðsjón af kömbum má fá vísbendingar um samskipti,
sjálfsmynd, menningarleg einkenni, félagslega stöðu, tæknilega færni, skraut-
verk, framleiðslu og skipulag hennar, upprunastaði, verslunarhætti og efnis-
notkun svo eitthvað sé nefnt. Um þessi atriði hafa erlendir fræðimenn fjallað
en hér á landi er þetta nánast ókannað.183 Ekki hefur verið leitað kerfisbundið
í prentðum heimildum, en benda má á að getið er um að hundrað kambar
hafi verið f luttir inn frá Bristol árið 1480184 og þótt efnið komi ekki fram
er freistandi að álykta að þeir hafi verið úr tré. Fleiri slík dæmi eru til.
Efni trékambanna hefur verið greint til tegundar en slík skipuleg greining
á efni beinkambanna hefur ekki farið fram enn. Næsta víst er að megnið
er úr hornum hjartardýra en mikinn fróðleik um uppruna kambanna, hrá-
efnis nýtingu og tengslanet til Íslands má fá með frekari greiningu. Það er
181 Maddocks & Richards 2005, bls. 156.
182 Lucas 2010.
183 Kristján Eldjárn 2016, bls. 396‒398; Eckhoff 2014.
184 Íslenzkt fornbréfasafn 16. bindi, bls. 57.