Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Side 9
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS8
Markmið kambarannsóknarinnar er að varpa frekara ljósi á aldur,
samsetningu og samhengi íslenskra minja. Við rannsóknir höfunda á
stórum gripasöfnum, þar sem gerðfræði gripa er mikilvægt verkfæri, eru
kambar einmitt gripir sem gefa margvíslegan fróðleik um þann samtíma
sem þeir eru sprottnir úr. Upphaf lega stóð til að láta rannsóknartímabilið
ná yfir 9.‒15. öld, en það lengdist lítillega meðan á verkinu stóð og nær
nú yfir tímaskeiðið 9.‒18. öld. Verkefnið var styrkt af Fornminjasjóði árin
2014‒2017, bæði rannsókn og teikningar. Teikningar af forngripum sýna oft
skýrar ýmis einkenni gripsins en ljósmynd gerir en þessar tvær aðferðir við
að sýna útlit gripa bæta hvor aðra upp. Í tengslum við kambarannsóknina
voru allnokkrir kambar teiknaðir og til voru teikningar af f leiri. Í greininni
birtast margar af þessum teikningum því að þær sýna smáatriði sem og
þykkt og þversnið gripa.
Elsti kambur sem er þekktur á Norðurlöndum er frá Gotlandi1, frá því
um 3000 f. Kr. Kambar finnast hér á landi í minjum frá öllum tímum.
Kambarnir eru ólíkir að formi, í fórum fyrstu landnámsmanna á Íslandi
voru þeir fagurlega skreyttir kjörgripir en verða einfaldari og látlausari með
tímanum. Hlutverk þeirra var þó almennt hið sama, þeir voru persónulegir
nytjahlutir til hreinlætis og snyrtingar hárs og skeggs en einnig voru til
kambar sem höfðu táknrænt hlutverk (kirkjukambar). Tennur eldri
kambanna eru of grófar til að hægt hafi verið að nota þá til lúsakembinga
með góðu móti en þegar líður fram á miðaldir þéttast raðirnar og gerðir
sem nota má til að kemba lús verða algengari. Ekki er vitað hversu algengt
það var að eiga kamb og erfitt að henda reiður á því. Í þeim u.þ.b. 360
kumlum sem fundist hafa á Íslandi2 hafa verið 22 kambar (sem er þá minnsta
mögulega kambatala), eða í um 6% kumla. Ástæðurnar fyrir að kambarnir
eru ekki f leiri en raun ber vitni þurfa ekki að tengjast því að kambarnir
hafi verið sjaldgæfir heldur t.d. slæmri varðveislu lífrænna leifa eða að
gripir hafi verið teknir úr kumlum. Fornleifarannsóknir hafa sýnt fram á
að kuml voru oft rofin í öndverðu og hafa nýjar rannsóknir sýnt fram á að
sennilega er það hluti af greftrunarferlinu, þar sem gripir og mannabein
voru fjarlægð.3 Tvö önnur dæmi um hlutfallslegan fjölda kamba í minjum
mætti nefna. Við fornleifarannsókn í Stóruborg undir Eyjafjöllum, sem
1 Statens historiska museum, Stokkhólmi, safnnr. 10055.
2 Heildartala kumla verður alltaf með fyrirvörum. Þessi tala er fengin þegar viðbótum 3. útgáfu
Kumla og haugfjár frá árinu 2016 er bætt við þá tölu sem fyrir var og að auki kumlum sem fundist
hafa síðan 2016: Kristján Eldjárn 2016, 255, 487‒513; Hildur Gestsdóttir o.fl. 2017, 93‒106;
Guðrún Alda Gísladóttir & Mjöll Snæsdóttir [án ártals].
3 Sjá t.d. Hildur Gestsdóttir o.fl. 2017, bls. 93‒106; Hildur Gestsdóttir o.fl. 2015, bls. 7‒34.