Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Qupperneq 28
27JARÐFUNDNIR KAMBAR Á ÍSLANDI FRÁ LANDNÁMI TIL 1800
aldar.81 Í Þrándheimi finnst gerðin í mannvistarlögum sem eru tímasett til
u.þ.b. 1125‒1600 en eru algengust á 12. og 13. öld.82 Í sænskri rannsókn var
E6-gerðin kölluð 1c. Dæmi er um slíkan kamb frá í Lödöse í Svíþjóð og
er hann talinn vera frá fyrri hluta 13. aldar.83 Lengd E6 kamba í Bergen er
7‒23 cm en algengast er að þeir séu milli 7 og 17 cm.84
Í íslenska safninu eru sex kambar af þessari gerð, þar af fimm fundnir við
fornleifarannsóknir. Kambarnir eru allir úr mannvistarlögum frá því áður
en gjóskulagið Hekla 1300 féll. Einn er heill, ÚTS05‒025 (mynd 15), og
fannst hann á Útskálum, í mannvistarlögum frá tímabilinu um 1000‒1170.85
Lengd hans er 16,5 cm, hæð 2,7 cm og tennur á hvern sentimetra eru níu.
Gegnum okana eru negldir 32 koparnaglar og endaplötur eru skreyttar
tvöföldum depilhringjum og er tygilgat í gegnum aðra, en slíkt gat er á um
þriðjungi þessarar kambagerðar í Bergen.86 Svo til heill er HVK12‒208, frá
Hjálmarvík í Þistilfirði, um 11 cm langur og 2 cm hár. Hann er skreyttur
16 koparnöglum. Þar sem hægt er að telja tennur í kömbum af E6-gerð
fundnum á Íslandi eru þær 7‒9 á cm.
Fjórir af sex E6 kömbum eru fundnir í Þistilfirði. Í Hjálmarvík fundust
þeir milli gjóskulaganna frá ~940 og 1300 en í fundarsamhengi með
miðaldagripum.87 Á Svalbarði fundust kambarnir í mannvistarlögum
frá ca. 1050‒1200.88 Kambur, 2008‒39‒414, sem fannst við rannsóknir á
81 Wiberg 1977, bls. 206; Lidén 1977, bls. 17.
82 Flodin 1989, mynd 4, 43, 44, bls. 124.
83 Broberg & Hasselmo 1981, 84, 85 mynd 64.4.
84 Øye 2005, bls. 403.
85 Guðrún Alda Gísladóttir (ritstj.). Útskálar.
86 Øye 2005, bls. 403.
87 Stefán Ólafsson (ritstj.) 2013, bls. 11, 14‒15, 23.
88 Amorosi 1991, bls. 25; Amorosi 1992, bls. 101‒127; Amorosi 1996, bls. 400.
2,50 5
Mynd 15: Kambur af gerð E6 fundinn við rannsóknir á Útskálum í Garði, ÚTS05-025. Teikning: Stefán Ólafsson.