Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Qupperneq 168
167UPPRIFJUN UM NÁTTÚRUNAFNAKENNINGU
• Frásögn Landnámu gæti þess vegna verið dagsönn. Maðurinn
hafi þá bara fengið viðurnefnið tálkni af því að hann átti heima
í Tálknafirði.40 Rétt eins og Jón Sigurðsson á Gautlöndum var
stundum kallaður gauti.
• Eða næstum sönn; Þorbjörn Böðvarsson hafi virkilega numið land
í Tálknafirði. Í minningunni hafi hann stundum verið kallaður
tálkni, stundum ekki, og þannig klofnað í tvo bræður samnefnda.
• Eða hrein ímyndun. Þorbjörn tálkni er þá tilbúningur
sagnamanna, kannski í öðrum héruðum þar sem menn mundu
ekki eftir fjallinu Tálkna (a.m.k. hugkvæmdist þeim ekki að láta
landnámsmanninn „deyja í fjallið“).
• Þorbjörn er að vísu tengdur við þekktar ættir, sem almennt gerir
landnámsmenn trúlegri en ella, en tengingin felst í því að gera
hann að föður annars landnámsmanns á allt öðrum stað, Ketils
nokkurs í Berufirði. Það faðerni getur verið ímyndun manna
sem þekktu Ketil úr viðurkenndum ættfærslum.
Svona má velta fyrir sér hverri einstakri persónu, sem rannsóknir Þórhalls
gera tortryggilegar, og komast að eitthvað minna en 100% vissu um að hún
hafi aldrei verið til. En þegar litið er á þær persónur í heild, þá hlýtur stór
hluti þeirra að vera ímyndaður.
„Ímyndaður“, þýðir það upploginn? Og „tilbúningur sagnamanna“,
meina ég þá höfundanna sem færðu fornritin í letur, t.d. Landnámu?
Þegar Þórhallur fjallar um Þorskfirðinga sögu, sem að meginefni er býsna
ótrúleg, telur hann blasa við að margar persónur hennar séu ímyndaðar,
nöfn þeirra sum sótt í aðrar sögur en furðu mörg lesin úr örnefnum. „Í
sumum tilvikum kunna þessar örnefnasagnir að vera gömul munnmæli, en
líklegt er, að margar skýringarnar séu tilbúningur söguhöfundar.“41 Þarna
hallast Þórhallur frekar að tilbúningi en munnmælum, kallar þá skýringu
þó aðeins líklega, og það um mörg tilvik en ekki öll. Það virðist mjög eðlileg
niðurstaða um þessa sérstöku sögu en þarf ekki að gilda um önnur fornrit;
t.d. veit ég ekki til að Þórhallur hafi sagt neitt þessu líkt um Landnámabók.
Um það virðist þó hafa komist á kreik sérkennileg mistúlkun. Heimild
40 Eins og landnámsmaðurinn í Mosfellssveit, Þórður skeggi Hrappsson, kynni að hafa fengið
viðurnefni sitt af bænum Skeggjastöðum fremur en öfugt. Sá er tengdur þekktustu ættum
landnámsaldar, bróðursonur Ketils flatnefs og tengdafaðir Ketilbjarnar á Mosfelli, forfaðir biskupa
og stórhöfðingja. Slíkur maður kviknar varla af engu í ímyndun síðari kynslóða. Annað mál hvort
hann fékk viðurnefnið í lifanda lífi eða síðar í sagnageymdinni, þá helst þegar fólk hafði gleymt að
upprunalegt höfuðból sveitarinnar hafi raunar verið Hrísbrú, eins og fornleifar benda til.
41 Þórhallur Vilmundarson 1991, bls. cxxi-cxxii.