Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Blaðsíða 79
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS78
Atlants hafsins hafa sýnt að fjölmargar minjar eru í hættu vegna sjávarrofs.
Spálíkön sem gerð hafa verið vegna loftslagsbreytinga benda sterklega
til að sjávarrof muni aukast á næstu áratugum,55 sem sennilega eykur
líkurnar á því að strandminjar skemmist. Sambærilegar rannsóknir hafa
ekki verið gerðar á Íslandi en á síðustu árum hefur umræðan um aukið
sjávarrof vegna loftslagsbreytinga aukist. Ritaðar heimildir benda til að
sjávarrof hafi verið viðvarandi vandamál í gegnum aldirnar og á ákveðnum
svæðum, t.d. á Reykjanesi, hafi talsverður fjöldi minja horfið vegna
sjávarrofs og landsigs frá 17. öld.56 Einnig benda nýlegar rannsóknir til þess
að sjávarrof sé mismikið eftir svæðum, og samkvæmt þeim rannsóknum
má áætla að 19% strandminja á Vestfjörðum, sem eru allt að fimmtíu metra
frá stórstraumsfjöru, séu í hættu vegna sjávarrofs, 60% á Snæfellsnesi og
93% á Reykjanesi.57 Þó er mikilvægt að draga ekki úr þeirri hættu sem
steðjar að strandminjum á Íslandi vegna loftslagsbreytinga og spálíkön sem
gerð hafa verið um áhrif loftslagsbreytinga á strandlengju Íslands benda
til aukinnar hættu fyrir strandminjar.58 Því er nauðsynlegt að á næstu
árum og áratugum verði fylgst með áhrifum sjávarrofs á strandminjar með
vísindalegri aðferðafræði svo að hægt sé að meta breytingar og grípa til
viðeigandi ráðstafana. Því til viðbótar stafar sjávarminjum enn augljós
hætta af framkvæmdum og skógrækt, rétt eins og minjum inn til landsins.
Á síðustu árum hefur verið stöðug ásókn í strandsvæði fyrir ýmsa starfsemi,
svo sem fiskeldi, kalþörungaverkmiðjur, hafnarstæði o.s.frv., og mun það
fyrirsjáanlega auka líkur á ýmiss konar raski.
Þessi rannsókn sýndi fram á að sú hætta sem steðjar fyrst og fremst að
minjum eftir norska hvalveiðimenn, er vegna margvíslegra framkvæmda,
t.d. vega gerðar og byggingar síldar stöðvar á Dverga steins eyri, sumar bú-
staðar á Uppsalaeyri, túnasléttunar á Höfðaodda, vegagerðar og annarra
framkvæmda á Sólbakka. Minjar sem tengjast norskum hvalveiðimönnum
á Vestfjörðum og á Austurlandi eru sérstaklega mikilvægar þar sem þær eru
mjög fáar á landsvísu og eru merkilegar heimildir um stóriðju útlendinga
á Íslandi. Þessar minjar eru tákngervingar þeirra breytinga sem voru að
verða á atvinnuháttum í byrjun 20. aldar. Hvalveiðistöðvar Norðmanna á
Íslandi eru þó ekki aðeins mikilvægar heimildir um nýtingu sjávarauðlinda
og verslun á Íslandi heldur tengjast þær einnig atvinnu- og hvalveiðisögu
Evrópu á 19. og 20. öld.
55 Halldór Björnsson o.fl. 2018, bls. 27‒28, 98‒111.
56 Árni Magnússon og Páll Vídalín 1940; Ólafur við Faxafen 1947, bls. 40‒44;57‒71.
57 Ragnar Edvardsson 2017a; 2017b; Óbirt gögn úr verkefni um strandminjar. Minjastofnun Íslands, .
58 Halldór Björnsson o.fl. 2018, 87‒115.