Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Blaðsíða 157
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS156
dökkleitum eins og svín voru víst að fornu, sem stæðu þar á beit. Löngu
síðar fór ég að líta sömu augum á klettaranann sem hæst ber á Brautarholti
á Kjalarnesinu, reyna að sjá hann fyrir mér í mátulega hávöxnum skógi til
þess að ekki standi upp úr nema rétt eins og kjölurinn á hafskipi á hvolfi.
Það er ekki endilega vond hugmynd. Stóri gallinn á henni er að ég get
líka, þegar mátulega lágt er í sjó, séð rana af skerjum austur frá nesinu sem
ekkert síður getur minnt á kjölinn á sokknum bát. Auk þess sem aðrir sjá
kjöl í fjallsbrúnum Esjunnar ofan við nesið.16 Hér sannast það sem Svavar
Sigmundsson kallar „varasamt við allar örnefnaskýringar … að örnefnin …
gefa færi á miklu hugarf lugi.“17
Nei, horft á heildina
Þessi aðferð hugarf lugsins, eða hinna stöku hugljómana, er raunar ekki sú
rannsóknaraðferð sem við ættum að læra af Þórhalli Vilmundarsyni. Hann
skorti vissulega ekki hugarf lugið, en sú fyrirmynd er varhugaverð ef ekki
er gætt að rannsóknaraðferð hans að öðru leyti. Því að Þórhallur tileinkaði
sér rækilega það boðorð góðra örnefnarannsókna að horfa á sem stærstar
heildir. Einkennandi er viðleitni hans til að bera hvert nafn saman við sömu
nöfn eða samstofna, hvernig þau eru rituð í misgömlum heimildum og
hvernig stöðunum er lýst, einkum á Íslandi en einnig með samanburði við
skyld nöfn sem víðast á hinu norræna málsvæði. Þetta er klassísk aðferð sem
Þórhallur fylgdi kappsamlega en útvíkkaði með sínum víðtæka samanburði
á staðháttum. Minnisstæð er sú ábending hans að ár, sem heita Svartá, falla
aldrei til sjávar heldur eru þær bergvatnsár sem falla í jökulár. Hljóta því að
draga nafn sitt af andstæðunum þar sem tært bergvatnið sýnist svart þegar
það mætir gráleitum gormi jökulánna. Dæmi má líka taka af rannsókn
hans á stöðum eins og Njarðvík, sem f ljótt á litið virðast kenndir við guðinn
Njörð og einungis víðtækur samanburður á staðháttum, bæði kringum allar
þekktar Njarðvíkur og aðra staði með áþekkum nöfnum, styður þá óvæntu
kenningu Þórhalls að Njarðvík merki vík sem er nær en aðrar víkur (miðað
við heimkynni þeirra sem nafnið gáfu).18
Ein af nýstárlegustu röksemdum Þórhalls snerist líka um samanburð á
stórum heildum. Þá benti hann á hvað mörg af algengustu mannanöfnum
íslenskra fornrita eru sjaldgæf í örnefnum (þó þau komi vissulega fyrir), en
16 Um nöfnin Hestfjall, Svínahraun og Kjalarnes má vísa til svara Svavars Sigmundssonar á
Vísindavefnum: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=56947, id=3717 og id=54329.
17 Svavar Sigmundsson 2010, bls. 61.
18 Þórhallur Vilmundarson 1996a.