Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Blaðsíða 43
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS42
sú gerð þar sem endar eru
beinir.167 Þessi gerð er
þekkt frá Hollandi og er
þar talin algeng 15. aldar
gerð.168 Í Danmörku eru
dæmi um þá frá síðari hluta
16. aldar169 og nokkrir
tvíraða beinkambar voru
í Vasaskipinu sem fórst
við Stokkhólm 1628.170
Þá fannst kambur af
þessari gerð í minjum
frá danskri byggð á
Grænlandi, í Haabetz
Colonie, frá fyrri hluta
18. aldar.171 Ósamsettir,
tvíraða beinkambar eru gerðfræðilega fremur einsleitir og finnist þeir ekki
í öruggu fundasamhengi er erfitt að staðsetja þá í tíma en þeir sem hafa
fundist hér á landi eru allir yngri en frá því um 1500.
Einraða, ósamsettir kambar úr beini og tré, 17.‒18. öld
Þrír einraða kambar úr beini og gerðir úr einu stykki (ósamsettir) hafa
fundist við forn leifa rannsóknir hérlendis, á biskupsstólunum tveimur,
Skálholti og Hólum, og í Viðey. Skálholtskamburinn, 2007‒64‒13667,
er endabrot. Upprunalega hefur hann ekki verið styttri en 16 cm, er
breiðastur um miðjuna eða um 1,6 cm (mynd 31). Skálholts kamburinn er
lausafundur úr kjötgeymslu staðarins svo ekki er hægt að aldursgreina hann
nánar en til 1600‒1800 en það er aldur mannvistarlaga sem rannsökuð
voru við uppgröftinn.172 Frá Hólum er til miðju brot af ein raða bein kambi,
Þjms. 2005‒37‒8307. Af ljós mynd að dæma (mynd 32)er brot ið um 7 cm
langt og um 1,5 cm breitt og hefur kamburinn verið breið astur um miðju.
Hóla kamburinn fannst í mann vistarlögum sem aldurs greind eru til um
167 Broberg & Hasselmo 1981, bls. 72‒73.
168 Baart o.fl. 1977, bls. 130‒132.
169 Berg, Jørgensen & Mortensen 1981, bls. 99‒100.
170 Vasa museet. Heimasíða safnsins um Vasaskipið.
171 Gulløv & Kapel 1979, bls. 90‒91.
172 Lucas & Mjöll Snæsdóttir (ritstj.). Skálholt.
Mynd 29: Tvíraða kambur úr beini, Þjms. 2011-37-15625, frá
Hólum í Hjaltadal, lengd 5,9 cm og hæð 4,5 cm.
Teikning: Eavan O´Dochartaigh.