Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Blaðsíða 38
37JARÐFUNDNIR KAMBAR Á ÍSLANDI FRÁ LANDNÁMI TIL 1800
Fundanúmer Staður Ísland ‒ fundar-
samhengi a)
Nágrannalönd –
fund ar samhengi b)
Gerðfræði c)
SVB88‒1196 Svalbarð, NÞ 1200‒1300 1175‒1350 D1/Typ 5
Þjms. 1990‒88‒40
Stóraborg undir
Eyjafjöllum, R
1150‒1300 1175‒1350 D1/Typ 5
Þmsj. 2012‒39‒1547 Kolkuós, SK 1104‒1300 1175‒1375 D2/Typ 4
Þjms. 2001‒33‒1 Reynistaður, SK 1104‒1300 1175‒1375 D2/Typ 4
SVB88‒1176 Svalbarð, NÞ 1200‒1300 1175‒1375 D2/Typ 4
Þjms. 1985‒268‒61
Stóraborg undir
Eyjafjöllum, R
1200‒1300 1200‒1600 D3/Typ 6a, b
Þjms. 15712 Gröf í Öræfum, AS ?‒1362 1200‒1600 D3/Typ 6a, b
Þjms. 2008‒32‒0600 Reykjavík, GK 0871‒1226
1175‒1375/
1200‒1600
D4/Typ 4
Mynd 25: Fundarsamhengi D-gerða á Íslandi borið saman við fundarsamhengi nágrannalanda. a) Gjóskulög og
jarðlagasamhengi (stratigrafía). b) Heildartímabil mannvistarlaga þar sem þessi gerð kemur fyrir í nágrannalöndum.
c) Byggt á Wiberg 1977:207‒211 og Broberg & Hasselmo, 1981, 79.
Eins og sjá má í töf lunni hér að ofan er það aðeins í einu tilviki hér á
landi að tvíraða samsettur beinkambur finnst í mannvistarlögum sem teygja
sig fram á 14. öld en það er kambur sem fannst við fornleifarannsóknir
á bæjarrústum í Gröf í Öræfum sem lagðist í eyði í kjölfar eldgoss úr
Öræfjajökli 1362. Á Íslandi hafa aðeins átta kambar af þeim 30 sem hér
eru f lokkaðir bæði fundist í öruggu tímasetjanlegu samhengi og örugg
gerðfræðileg greining hefur verið möguleg. Þessir átta kambar hafa fundist
í mannvistarlögum sem tímasett eru frá 12. öld til 14. aldar, f lestir á
tímabilinu u.þ.b. 1200‒1300, áður en gjóskulagið frá Heklu féll árið 1300.
Enginn tvíraða samsettur kambur fundinn hér á landi er ótvírætt yngri en
frá 14. öld.
III. Kambar frá nýöld: 15.‒18. öld
Tvíraða trékambar, 15.‒18. öld
Á 15. öld verða grundvallarbreytingar á kömbum. Nýtt efni, tré, leysir
horn/bein af hólmi og tvíraða trékambar verða nær allsráðandi í minjum
eftir það. Hér á landi eru skráð 34 örugg dæmi um tvíraða, ósamsetta
trékamba. Að auki eru þrír sem eru sömu gerðar en hafa e.t.v. verið
samsettir. Alls eru kambarnir sem hér eru skráðir 37 talsins.
Yfirleitt eru tvíraða trékambar búnir til úr einu mótuðu tréstykki, eru
þeir þykkastir um miðjuna, um hálfur til einn cm. Þeir kambar sem hafa
fundist hér á landi hafa allir fína og grófa tannaröð, fínu tennurnar eru