Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Side 115
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS114
Hefðin fyrir notkun porfýrsteinsins sem keisaralegs valdatákns var síðar
einnig tekin upp í Vestur-Evrópu en Karlamagnús lét m.a. f lytja rauðar
porfýrsúlur frá Róm og Ravenna til að nota í höll sinni í Aachen.43 Á
miðöldum var bæði græni og rauði porfýrsteinninn tekinn úr niðurníddum
byggingum frá fornöld og endurunninn, til að mynda með því að skera
niður plötur og súlur í smærri einingar, við gerð opus sectile eða opus
Alexandrinum gólf í kirkjum Rómar.44 Gerð slíkra mósaíkgólfa stóð í blóma
á 12. og 13. öld þegar Cosmati fjölskyldan skreytti kirkjur með mósaík,
fyrst og fremst í Róm en einnig víðs vegar um Ítalíu auk Westminster
Abbey á Englandi.45
Rannsóknir á porfýrgripum í Norðvestur-Evrópu
Á síðustu áratugum hafa margir porfýrgripir fundist í Norðvestur-Evrópu
í miðaldasamhengi sem hefur valdið auknum áhuga á að rannsaka notkun
þeirra. Jarðfundnir porfýrgripir í Svíþjóð eru allnokkrir en porfýrplata
hefur fundist í Visby auk græns porfýrs á Ölandi og sjö grænna porfýrsteina
frá Sigtuna, en Sigtuna var kaupstaður og biskupssetur á miðöldum.46
Auk þess eru varðveitir porfýrsteinar í Svíþjóð frá Vestur-Gotlandi
og Borgholm.47 Í Danmörku hafa fundist tveir grænir porfýrsteinar
í Roskilde, auk þess sem fjórtán altarissteinar úr grænum porfýr eru
geymdir á Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn.48 Í Schleswig-Holstein
hafa fundist átta grænir porfýrsteinar, þar af tveir í Hedeby. Þar að auki
eru f leiri varðveittir porfýrgripir, m.a. í ferðaölturum víða í Þýskalandi.49
Í Noregi hafa fundist fjórir grænir porfýrsteinar í Skævesland, Buskerud,
Lom-kirkju og Bergen.50 Á Írlandi hafa fundist um þrettán porfýrsteinar,
þar af sjö í Dublin, og í Skotlandi hafa fundist a.m.k. tólf porfýrgripir.51
Lítið virðist hafa verið fjallað um porfýrfundi á Englandi en þó munu
einhverjir steinar af því tagi vera varðveittir á söfnum þar í landi.52
Græni porfýrsteinninn er mun algengari en hinn rauði meðal funda í
43 Tesch 2007, bls. 53.
44 Lynn 1984, bls. 19.
45 Sama heimild, bls. 19, 24.
46 Tesch 2007, bls. 55, 61.
47 Sama heimild, bls. 55.
48 Bracker–Wester 1989, bls. 9; Tesch 2007, bls. 55, 58.
49 Bracker–Wester 1989, bls. 9–10; Bracker–Wester 1975, bls. 124.
50 Tesch 2007, bls. 62; Stylegar 2010, bls. 63–64.
51 Cormack 1989, bls. 44; Maldonado Ramírez 2011, bls. 250; National Museums Scotland –
Collection Database: X.AL 20, X.AL 51, X.BN 525, X.GJ 193, X.HB 608, X.HX 512.
52 Tesch 2007, bls. 59; Lynn 1984, bls. 23.