Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Side 18
17JARÐFUNDNIR KAMBAR Á ÍSLANDI FRÁ LANDNÁMI TIL 1800
öld. Ekki verður um villst að þessar gerðir hverfa hratt af sjónarsviðinu
er kemur fram á 11. öld því að 76% A‒ og B‒ gerða finnast í 9.‒10. aldar
samhengi (þá eru kumlin talin vera frá þeim tíma) og 95% kambanna
finnast í mannvistarlögum sem eru frá 9.‒11. öld.
Nokkrir kambar falla ekki í þessa f lokka vegna séreinkenna. Fyrr eru
nefndir kambur frá Skútustöðum og Hafurbjarnarstöðum en að auki eru
tveir kambar frá Sámsstöðum í Þjórsárdal, Þjms. 1971‒121‒31 og Þjms.
1971‒121‒32, sem eru járnnegldir að víkingaaldarsið en háhryggjaðir í
miðaldastíl. Má segja að í Þjórsárdalskömbunum skarist yngstu formgerðir
víkingaaldar og elstu miðaldagerðir.
Lengd heilla íslenskra kamba frá víkingaöld er 9,8‒15 cm og hæð
þeirra á bilinu 2,5‒3,7 cm. Fjöldi tanna á hvern sentimetra er oftast á
bilinu 5‒8. Lengd heilla kumlfundinna kamba er á bilinu 9,8‒12,8 cm
en tvo kumlfundna kamba töldu Kristján Eldjárn og Matthías Þórðarson
upprunalega hafa verið allt að 20 cm langa, frá Álaugarey, Þjms. 11566,
(mynd 6) og Kornsá, Þjms. 1778. Haugfé getur gefið aðrar upplýsingar
en gripir sem hafa týnst og finnast í gólfum íveruhúsa eða verið hent og
finnast í öskuhaugum. Haugfé er ekki lagt tilviljanakennt í grafirnar og því
geta gripir gefið vísbendingar um tengsl við hinn látna og sé kumlið órofið
getur lega kumlfundinna gripa sagt sögu um hvernig gripir voru notaðir
og bornir. Talið hefur verið að algengara sé að finna kamba í kumlum
kvenna en karla eins og þekkist erlendis.29 Hér á landi eru kambakuml
tuttugu talsins og hefur beinagreining leitt í ljós að þar af eru sjö örugg
dæmi um kvenkuml,30 og níu karlkuml.31 Út frá haugfé má leiða líkur að
einu kvenkumli til viðbótar,32 ekki er hægt að draga ályktanir af fjöldagröf
í Vatnsdal33 og bein höfðu ekki varðveist í tveimur tilvikum.34 Ekki er
hægt að draga víðtækar ályktanir um hvoru kyni kambarnir fylgdu frekar
út frá svo fáum og jöfnum dæmum. Fleiri kambar fundust í kvengröfum
í Birka en karlgröfum en þar sem kvengrafirnar voru f leiri var ekki hægt
draga þá ályktun að kambar væru frekar haugfé kvenna en karla.35 Ekki
verður alltaf skorið úr um kyn þess er kamburinn var grafinn með. Úr
bátskumli í Vatnsdal í Patreksfirði eru bein úr sjö manns, bæði körlum
29 Kristján Eldjárn 2016, bls. 229.
30 Sama heimild, bls. 44‒45, 60‒61, 95, 97, 126‒127, 240, 653.
31 Kristján Eldjárn 2016, bls. 49, 96, 160, 184, 220, 645, 651; Hildur Gestsdóttir og Rúnar Leifsson [í
vinnslu].
32 Kristján Eldjárn 2016, bls. 211‒214.
33 Sama heimild, bls. 118.
34 Sama heimild, bls. 223‒224, 161‒162.
35 Ambrosiani 1981, bls. 89.