Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Side 41
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS40
hafi lagst af á 15. öld,152 og tré er þar gjarnan
vel varðveitt. Þá fundust engir kambar úr tré
í Kúabót,153 en þar er þó góð varðveisla á tré.
Fátt er um útgefið samanburðarefni um
trékamba en í nágrannalöndum okkar eru þeir
taldir frá seinni hluta miðalda. Á Norðurlöndum
eru til trékambar í Svíþjóð frá um 13.‒14.
öld154 og í Noregi (Bergen) frá um 14.‒15.
öld.155 Í Þýskalandi eru til tvíraða trékambar
frá því seint á 13. öld og fram á hina 16.156 Í
enska herskipinu Mary Rose157 sem sökk 1545
varðveittist fjöldi tvíraða ósamsettra trékamba,
alls um 80 talsins, f lestir voru úr fagurlimi en
áður en þetta skip var rannsakað hafði ekki
verið til mikið af varðveittum trékömbum þar í landi. Á Englandi hófst
innf lutningur á viðarkömbum úr fagurlimi á miðöldum og heimildir eru
fyrir því að mikið magn hafi verið f lutt inn af ódýrum trékömbum til
Englands á 16. öld.158 Þá fundust margir kambar við rannsóknir í Novgorod
í Rússlandi en þeir eru frá 10.‒15. öld159 svo að notkunartími þar skarast
að litlu ef nokkru leyti við trékamba í Norður‒Evrópu. Talið hefur verið
líklegt að breyting þessi á efnisnotkun tengist breyttri landnotkun, eyðingu
skóga og takmörkuðu aðgengi almennings að hyrndum dýrum sem voru
eftirlætisbráð aðalsins.160
Tvíraða trékambar voru í notkun á Íslandi í þrjár til fjórar aldir.
Trékambar virðast koma hér fram um svipað leyti og í Noregi eða e.t.v.
ívið seinna. Í athugun Magnúsar Más Lárussonar á máldögum er efni
kirkjukamba ekki nefnt nema stundum en þar er þó dæmi um trékamb
í máldaga frá 1318.161 Hér á landi teljast trékambar almennt tilheyra síðari
hluta miðalda og næstu öldum þar á eftir. Svolítill munur virðist á eldri og
yngri kömbum, endastykki eru frekar bein á eldri kömbunum en tilskorin
152 Arneborg 2017; Gulløv (ritstj.) 2005, bls. 278.
153 Lilja Árnadóttir 1987, bls. 97‒99.
154 Svensson 2007, bls. 242‒243; Dahlbäck 1982, pl. 33, 212.
155 Hansen 2016b.
156 Müller 1996, bls. 175.
157 Mary Rose. Heimasíða.
158 Maddocks & Richards 2005, bls. 156.
159 Smirnova 2007, bls. 298‒299.
160 McGregor 1985, bls. 32‒34; Egan & Pritchard 1991, bls. 243.
161 Magnús Már Lárusson 1961, bls. 281‒283.
0 2,5 5 cm
Mynd 27: Tvíraða trékambur af yngri
gerð, 2004‒64‒4353, fundinn við
fornleifarannsóknir í Skálholti.
Teikning: Stefán Ólafsson.