Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Side 63
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS62
Þrátt fyrir margvísleg jákvæð áhrif urðu hvalveiðar Norðmanna
mjög f ljótlega að pólitísku deilumáli á Íslandi og fundu andstæðingar
hvalveiðanna Norðmönnum margt til foráttu. Aðsent bréf frá Ísafjarðardjúpi
til Reykjavíkurblaða fangar tíðarandann vel:
Í gær kom Amalie [frá hvalveiðistöðinni á Langeyri í Álftafirði] hvala-
karlinn og þykir óþokkagestur; illt var að alþingi skyldi eigi setja sjerstaka
ákvörðun í lögin, svo að þau fengi gildi sem allra-fyrst; þótt það kunni að
vera hugarburður, að hvalveiði spilli fiskveiðum, eru þó sumir svo hræddir
við hvalinn, að þeir missa allan kjark, þegar þeir sjá skútuna; það mun enda
hafa komið fyrir, að sumir hafi legið á landi af því að til einskis væri að fara
á sjó fyrir ófögnuðinum Amalie.27
Í grófum dráttum skiptu hvalveiðar Norðmanna við Ísland fólki í tvo hópa,
annars vegar þá sem fylgjandi voru hvalveiðum og töldu veiðarnar skila
miklum hagnaði fyrir landsjóð og hreppana. Fólk innan þess hóps bjó oftast
í grennd við hvalveiðistöðvarnar. Í annan stað voru aðrir, sér í lagi fólk sem
bjó á síldveiðisvæðum, harðir andstæðingar hvalveiðanna. Ein langlífasta
röksæmdarfærsla gegn hvalveiðimönnun, og sú sem lék stórt hlutverk í
þeirri ákvörðun að banna stórhvalaveiðar 1915, var sú gamla þjóðtrú að
hvalurinn ræki síldina og þorskinn á miðin; svipað og fjárhundur við
smölun (oft nefnd hvalrekstrarkenningin).28 Þess vegna voru margir logandi
hræddir við að ef hvalurinn hyrfi myndi síldin og þorskurinn ekki sækja
á miðin. Slík útkoma myndi ljóslega leiða til erfiðleika, jafnvel endaloka,
fyrir íslenska útgerð. Þessi trú átti eftir að verða ansi lífseig eins kemur fram
í dagblaðaskrifum þess tíma; enda þótt margir fiskifræðingar, með Bjarna
Sæmundsson fremstan í f lokki, hafi reynt að kveða hana niður.29
Til þess að fá Íslendinga í lið með sér héldu norsku hvalveiðimennirnir
veislur og úthlutuðu gjöfum og mynduðu með þeim hætti formleg vináttu-
og pólitísk tengsl við merka og mikilvæga Íslendinga. Gott dæmi um gjafir
og áhrif sem þær gætu hafa haft er þegar Ellefsen gaf 10 þúsund krónur til
Mosvallahrepps í Önundarfirði og 800 krónur til söngfélags á Flateyri árið
190330 á sama tíma og alda var risin upp á Norður- og Austurlandi gegn
hvalveiðimönnum.31 Aðeins fimm dögum síðar skrifaði Bóas Guðlaugsson,
27 „Árferði og aflabrögð“ 1886, bls. 73.
28 Elsta heimild um þessa þjóðtrú er Konungs-skuggsjá, að líkindum frá 13. öld: Konungs-skuggsjá 1848,
bls. 29–30.
29 Gylfi Helgason 2015, bls. 20–21; sjá einnig Smári Geirsson 2015, bls. 485–507.
30 „Höfðingleg gjöf“ 1903, bls. 86.
31 Bjarni Sæmundsson 1903a, bls. 89.