Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Side 27
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS26
hár, tennur á cm eru frá 5 til 8 talsins.
Þrír kambanna eru járnnegldir og
eru blendingsform víkingaaldargerða
og miðaldagerða. Frá Sámsstöðum í
Þjórsárdal eru Þjms. 1971‒121‒31 og
Þjms. 1971‒121‒32. Bakuggi á þeim
fyrrnefnda er aukinheldur óvenju-
legur því bak hans er beint en ekki
boga dregið. Báðir þessir kambar eru
óheilir en hafa verið langir, eru nú
14,2 og 16 cm og hæðin 2,5 og 3,2
cm, tennur á cm eru 5‒6 talsins. Úr
kumli 3 á Hafurbjarnarstöðum er
óvenjulegur kambur, Þjms. 561 (sjá
einnig umfjöllun um víkinga aldar-
kamba). Hann er með bakugga með
gluggum þar sem skín í látúnsþynnu
undir og er járnnegldur. Endaplötur hafa náð upp fyrir okann næst enda.
Það er athyglisvert að fjórir af sex háhryggjuðum kömbum á Íslandi hafa
fundist í Þjórsárdal, koparnegldir á Stöng og járnnegldir á Sámsstöðum.
Talið er að á 13. öld hafi mikill hluti Þjórsárdals verið kominn í eyði m.a.
vegna áhrifa frá Heklugosinu 1104.77 Gerðfræðilega eru hinir háhryggjuðu
E5 kambar einkum taldir 12. aldar gripir en kolefnisaldursgreining á
járnneglda Sámsstaðakambinum, Þjms. 1971‒121‒31, gefur til kynna að
95% líkur séu á að hann sé frá tímabilinu 782‒100678 og fundarsamhengi
kambsins frá Hafurbjarnarstöðum bendir til að hann sé vart yngri en frá
fyrri hluta 11. aldar.
Kambar af gerð E6 (mynd 15) hafa beint bak og eru þéttnegldir
koparnöglum. Oftast er skora meðfram efri og neðri brún okanna og á
milli skoranna er okinn bungumyndaður, og neglt er í bunguna. Gerðin
er einna algengust kambategunda í Bergen (71 kambur af 223)79 og finnst
einkum í lögum frá seinni hluta 12. aldar til fyrri hluta 14. aldar, algengust
á fyrri hluta tímabilsins og fram til miðrar 13. aldar.80 Í Osló hefur þessi
gerð einkum fundist í lögum frá seinni hluta 12. aldar til fyrri hluta 13.
77 Dugmore o.fl. 2007.
78 Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1991, bls. 57‒58, 65.
79 Øye 2005, bls. 398, 403.
80 Wiberg 1977, bls. 206, mynd 16, bls. 207; Øye 2005, bls. 402 mynd 10, bls. 405, 406, 410; Grieg 1933,
bls. 190.
Mynd 14: Vör, málmhlífar, Þjms. 5997, úr
koparblöndu. Hlífarnar voru hvor á sínum enda
kambsins og utan um okann. Hlífarnar sem
myndin er af eru um 1,8x0,8x0,1 cm og fundust
á bæjarstæði á Rangárvöllum. Þær voru skráðar í
aðfangabók Þjóðminjasafns árið 1910. Ljósmynd:
Hrönn Konráðsdótir, Þjóðminjasafni Íslands.