Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Qupperneq 39
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS38
mjög þéttsagaðar og geta verið allt að 10‒12 tennur á cm en algengast að
þær séu um 8‒9. Í grófu tannaröðinni eru um 3‒4 tennur á cm.
Á milli tannaraðanna er millikaf li sem er um 1,2‒2,5 cm breiður. Á
millikaf lanum má stundum sjá langsum skorur, bæði einfaldar og tvöfaldar,
þetta eru viðmiðunarlínur þar sem kambasmiðir hafa markað fyrir hversu
djúpt skyldi sagað fyrir tönnunum.137 Hægt hefur verið að greina slíkar
skorur með vissu á 10 kömbum hér á landi.138 Eftirtektarvert er að stundum
er talsverður munur á breidd endastykkis og endar grófu og fínu tannaraðar
standast ekki á.139
Eitt af því sem horft er til þegar kambar eru f lokkaðir er lögun á endum.
Af kömbunum 37 eru 30 endabrot. Virðist tilhneigingin vera sú, á því
langa tímabili sem tvíraða trékambar finnast hér á landi, að eldri kambar
hafi oftar beina enda þó að hornin séu stundum bogadregin, rúnnuð eða
skáskorin. Þegar fram líða stundir virðast mótaðir endar verða algengari
og aðeins einn kambur af átta, þar sem endi hefur varðveist og kamburinn
fundist í öruggu samhengi á tímabilinu 1600‒1800, er með beina enda.
Aðeins hafa varðveist fjögur eintök þar sem hægt er að sjá fulla lengd
kambanna. Lengdin er á bilinu 5,4 til 8 cm og hæðin 3,5 til 6,8 cm.
Trékambarnir eru oftast óskreyttir en dæmi eru um fimm frávik þar sem
skreyti, búmark, okar eða vísbendingar um slíkt er til staðar. Á einum
kambi frá Viðey, V89-53636, má sjá örlitla depilhringi og á kambi, LF-
2036, frá Stóruborg (mynd 26) er þrefaldur depilhringur með grófgerðu
gati í miðjunni e.t.v. tygilgat. Á enn öðrum frá Stóruborg er fíngert
krákustígsmunstur (sikk‒sakk línur) á millikaf la, Þjms. 1981‒182‒49.
Tveir trékambar frá Stóruborg, Þjms. 1981‒182‒228 (mynd 26) og
Þjms. 1987‒411‒177, skera sig frá öðrum vegna þess að þeir hafa af langar
ferstrendar grópir í millikaf la beggja vegna og á Stóruborgarkambi, Þjms.
1981‒411‒177, er búmark, bandrún á enda.140 Kambur, Þjms. 1996‒960‒37,
frá Bessastöðum er einstakur gripur því utan um millikaf lann er plata úr
koparblöndu með áletrun sem enn hefur ekki verið ráðið fram úr.
Velf lestir trékambar/brot sem fundist hafa á Íslandi hafa verið
efnisgreindir og í öllum tilvikum, þegar hægt var að greina tegundina,
137 Egan & Pritchard 1991, bls. 366.
138 Gripirnir bera eftirtalin nr.: Þjms. 2005‒37‒8306, Þjms. 2005‒37‒8421, Þjms. 1981‒182‒49, Þjms.
1984‒348‒270, Þjms. 1985‒268‒184, STB LF‒1642, STB LF‒1643, STB LF‒2036, D‒5, D‒6.
139 Sbr. Þjms. 53636, Þjms. 1716, Þjms. 1603, Þjms. 6280, Þjms. 2005‒37‒8306, Þjms. 1981‒182‒228
og Þjms. 1984‒348‒270.
140 Þórgunnur Snædal 2014. Munnleg heimild.