Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Blaðsíða 154
153UPPRIFJUN UM NÁTTÚRUNAFNAKENNINGU
kennara, og þótt Þórhallur yrði síðan aðalkennari minn í kandídatsnámi,
þá var það á allt öðru sviði. Ég get því ekki kallað mig lærisvein hans í
örnefnafræðum, enn síður neins konar sérfræðing á því sviði, og fylgdist
aldrei með nema lauslega, hvorki því sem Þórhallur átti eftir að birta á
langri starfsævi10 né því sem aðrir bættu þar við eða andæfðu.11
Hvað er ég þá að vilja hér upp á dekk?
Vissulega varð ég, eins og margur á þeim árum, spenntur fyrir náttúru-
nafna kenn ingunni. Og er það enn, f inn ekki betur en hún sé bæði
„forvitnileg og frjó“ (eins og ég hafði eftir Þórhalli hér í upphafi), lykil-
atriði við mat á heimildargildi fornrita, verðskuldi athygli og umræðu.
Sú umræða hefur mér þótt daufari en skyldi í seinni tíð,12 og markast
þá jafnvel af óljósum hugmyndum um hver kenning Þórhalls eiginlega
sé. En þegar ég fór að ergja mig yfir þessu sá ég, við nánari athugun,
að mín eigin tilf inning fyrir kenningunni hafði líka verið allt annað
en nákvæm. Rita ég nú þessa grein, ekki til þess að kryfja til mergjar
örnefna rannsóknir Þórhalls Vilmundarsonar heldur til að rif ja upp fyrir
lesendum um leið og sjálfum mér hvað náttúrunafnakenning hans snýst
eiginlega um.
Með hugarflugið að vopni?
Það sem strax vakti athygli á rannsóknum Þórhalls, það var hvernig hann las
úr landslaginu óvæntar og frumlegar skýringar á alkunnum staðanöfnum,
hvort sem mönnum þóttu þær svo sannfærandi eða langsóttar. Best tóku
menn eftir skýringum einstakra nafna út frá sérstökum staðháttum, bæði
af því að þær var einfaldast að grípa og af því að framsetning Þórhalls,
með hans ríkulegu notkun ljósmynda, dró fram þá hlið málsins. Auk
þess sem heitið „náttúrunafnakenning“ vísar beint til þessara skýringa,
gat jafnvel ýtt undir þann skilning að kenningin snerist um þær einar.
10 Sjá rækilega samantekt Svavars Sigmundssonar (án árs): Ritaskrá um nafnfræði, einkum undir nafni
Þórhalls en styttri pistlar skráðir undir Grímnir. Hér þarf þó að bæta við inngangsritgerð Þórhalls að
XIII. bindi Íslenskra fornrita, Harðar sögu o.fl.,1991, sjá einkum bls. xxx–xli (um örnefni í Harðar
sögu), lxxxii–xcviii (Bárðar sögu), cxx–cxxviii (Þorskfirðinga sögu), clvi (Flóamanna sögu) og
cxcvi–cxcix (Þorsteins þætti tjaldstæðings).
11 Sjá sömu ritaskrá, sérstaklega rit Svavars sjálfs (þar sem bæta má við pistlum hans um örnefni á
Vísindavef Háskólans: https://www.visindavefur.is/author.php?id=394, svo og endurbirtingu ýmissa
greina í afmælisritinu Nefningar 2009). Einnig má t.d. vekja athygli á ritum Friðriks Magnússonar,
Guðrúnar Ásu Grímsdóttur og Kristjáns Eldjárn. Um gagnrýni á Þórhall sjá Gunnar Karlsson 2016,
bls. 177–179.
12 Með heiðarlegum undantekningum þó, sjá sérstaklega Gunnar Karlsson 2016, bls. 173–179 og víðar.