Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Blaðsíða 37
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS36
nálgast upp lýs ingar
um eða 13,7 cm og
um 6,1 cm breiður.
Kamb urinn er svo
áþekkur græn lensk-
um kömbum að
líkur eru á að hann
hafi verið smíðaður
á Grænlandi eða
af einhverjum sem
hefur þekkt til
þeirrar handverks-
hefðar.134 Fáa eða enga hérlenda miðaldagripi hefur verið hægt að tengja
Grænlandi og er Útskálakamburinn ekki síst athyglisverður og mikilvægur
í því ljósi, auk þess að vera heill og óskemmdur kjörgripur.
Hér á landi eru til tvíraða samsettir kambar sem vel gætu vel verið
heimasmíðaðir eða lagfærðir heima við. Má þar nefna oka af kambi frá
Stóruborg undir Eyjafjöllum, Þjms. 1990-88-31, sem er smíðaður úr
leggjarbeini, trúlega úr kind. Þá ber kambur úr Skinnhúfuhelli, Þjms.
6787, yfirbragð heimasmíði eða lagfæringar en undir áhrifum af ríkjandi
kambatísku. Tvíraða kambsbrot, Þjms. 576, frá Hafurbjarnarstöðum er
lausfundið, en er sagt fundið við kumlateiginn þar. Kristjáni Eldjárn þótti
kamburinn frábrugðinn víkingaaldarkömbum en kvað ekki hægt að ráða
af fundarlýsingu að gripurinn væri örugglega aðf luttur.135 Kamburinn ber
öll miðaldaeinkenni og í raun ólíklegt að hann sé frá víkingaöld.
Endastykki og okar ráða því hvernig kambar eru f lokkaðir. Varðveisla
margra kamba er þannig að ekki er hægt að greina þá nánar en að þeir séu af
gerð D1‒D4. Því geta þeir verið frá því hvenær sem er á alllöngu tímabili eða
öllu gerðfræðitímabili samsettra tvíraða kamba, 12.‒15. öld. Rétt er að geta
þess að tilbrigði er við gerð D4, sem er gerð D5 sem eru ósamhverfir kambar
með einfaldan eða tvöfaldan boga á endanum öðrum megin og beinan eða
íbjúgan hinum megin. Gerð D5 var fremur algeng í Þrándheimi (22 stk.) og
er aldursgreind til um 1225‒1600.136 Ekki er hægt að útiloka að einhverjir af
hinum „endalausu“ tvíraða kömbum hér á landi séu af þessari gerð.
134 Arneborg Pedersen 1984, bls. 70.
135 Kristján Eldjárn 2016, bls. 396‒398.
136 Wiberg 1977, bls. 209; Flodin 1989, bls. 122, mynd 44.
0 2,5 5 cm
Mynd 24: Kambur frá Útskálum, Þjms. 1207, lausafundur. Ljósmynd höfunda.