Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 44
43JARÐFUNDNIR KAMBAR Á ÍSLANDI FRÁ LANDNÁMI TIL 1800
1650‒1800.173 Við eyjar kambur, V87‒
6279, er lausa fundur174 og er að eins
smábrot 2,4x4,2x0,3 cm.
Kambarnir frá Skálholti og Hólum
eiga það sameiginlegt að hafa breitt
bak sem mjókkar til endanna og líkjast
að því leyti hárgreiðum nútímans. Á
brotunum frá Viðey og Skálholti má
sjá að tannaröðin er óvenjulega gisin,
aðeins 3‒4 tennur á cm.
Samanburðarefni fyrir þessa teg-
und kamba er af skornum skammti.
Einraða beinkambar virðast t.a.m.
ekki vera algengir í Noregi. Við
rannsóknir í Osló fundust tveir slíkir
í mannvistarlögum frá um 1625‒1700 og þóttu óvenjulegir.175
Einraða kambar úr tré eru í þessu yfirliti síðasti hlekkur í sögu
jarðfundinna kamba á Íslandi. Alls eru kambar af þessari gerð sex talsins
og fundust við fornleifarannsóknir í Skálholti og á Hólum, þrír á hvorum
stað. Einraða trékambar koma fram um miðja 18. öld í Skálholti og er eina
kambagerðin sem örugglega verður tímasett til lokaskeiðs biskupsstóls og
skólahalds á staðnum sem hvorttveggja lagðist af kjölfar Suðurlandsskjálftans
1784.176 Tímasetningar á Hólum eru rýmri eða um 1650‒1800.177 Kambarnir
eru allir smíðaðir úr einu stykki en ekki var unnt að greina viðartegundir
Skálholtskamba vegna lélegrar varðveislu viðarins178 og greining hefur
ekki verið gerð á Hólakömbum. Enginn kambanna er heill en sameiginleg
einkenni, þar sem hægt er að greina þau vegna ástands kambanna, virðist
vera kúpt bak (breiðastir í miðju) og afar gróf tannaröð eða aðeins 2‒3
tennur á cm. 2002‒64‒921 er einna skást varðveittur (mynd 33) og virðist
hann geta hafa verið um 16 cm langur þegar hann var heill en benda má á
að þessi kambur og beinkambur 2007‒64‒13667 eru áþekkir að lögun og
líkjast nútímagreiðum.
Einraða ósamsettir kambar eru áþekkir hvort sem þeir eru úr beini
173 Ragnheiður Traustadóttir (ritstj.). Hólar.
174 Viðey. Gagnasafn Viðeyjarrannsókna.
175 Myrvoll & Schia 1981, bls. 239‒240.
176 Lucas & Mjöll Snæsdóttir (ritstj.). Skálholt.
177 Ragnheiður Traustadóttir (ritstj.). Hólar.
178 Lucas & Mjöll Snæsdóttir (ritstj.). Skálholt.
0 2,5 5 cm
Mynd 30: Tvíraða kambur, Þjms. 10082, talinn
vera úr hval skíði. Frá Bergþórshvoli. Ljósmynd
greinarhöfunda.