Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 128
127FERÐASAGA MÓSAÍKFLÍSA – PORFÝRSTEINAR Á ÍSLANDI
varðveitti altarissteinninn með mögulegu hólfi fyrir helga dóma.127 Helgir
dómar voru jarðneskar leifar dýrlinga eða óbeinar leifar þeirra, svo sem efni
sem höfðu komist í snertingu við dýrlinginn eða gröf hans, til að mynda
klæði eða vatn.128 Helgir dómar þóttu eftirsóknarverðir í kirkjum þar sem
nánd við dýrling var talin auka líkur á bænheyrslu.129 Undir altarissteininum
frá Hvammi eru einnig holur eftir nagla í umgjörðinni, 7 mm að þvermáli,
sem hafa haldið henni saman eða jafnvel fest hana við altarið.130 Sten Tesch
hefur greint grip nr. 10897/1930-307 sem ferðaaltari en altarissteinninn
hefur öll helstu einkenni ferðaaltaris þar sem hann er felldur í viðarfjöl
og er talinn hafa geymt helga dóma.131 Lögun porfýrplötunnar er einstök
í íslenska fundasafninu en hún er þó ekki óþekkt í ferðaölturum, sbr.
ferðaaltari frá Friesoythe í Þýskalandi frá 11. öld sem er úr rostungstönn
með grænum sporöskjulaga porfýrsteini.132
Porfýrsteinn nr. 4098
Porfýrsteinn 4098/1895-32 var afhentur Þjóðminjasafni Íslands af Birni
M. Ólsen árið 1895 en uppruni og aldur steinsins er óþekktur.133 Steinninn
er 2,05 cm að þykkt og u.þ.b. 7 cm á lengd og 5,5 cm á breidd. Hann er vel
127 Hildigunnur Skúladóttir 2011, bls. 26.
128 Porta 2014, bls. 239‒240.
129 Guðbjörg Kristjánsdóttir 2004, bls. 255.
130 Sarpur 2018, 10897/1930‒307.
131 Tesch 2014; Lynn 1984, bls. 25; Sarpur 2018, 10897/1930‒307.
132 Landesmuseum für Kunst und Kulturgeschichte Oldenburg.
133 Sarpur 2018, 4098/1895‒32.
Mynd 12: 11. aldar ferðaaltari frá Friesoythe. Ljósmynd sótt þann 8. mars af: https://www.landesmuseum-ol.de/
fileadmin/_processed_/8/3/csm_Tragaltar_aus_Friesoythe_11._Jahrhundert_Landesmuseum_fuer_Kunst_und_
Kulturgeschichte_Oldenburg_d3f8135bed.jpg.