Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Síða 19
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS18
og konum,36 og ekki hægt að vita hver átti hvað af þeim a.m.k. þremur
kömbum og tveimur slíðrum sem fundust, því að kumlið hafði verið rofið í
fornöld.37 Einnig höfðu bein úr kumli 10 á Ytra‒Garðshorni verið fjarlægð
og ekki ljóst hvort þar hafi hvílt karl eða kona.38 Í 20 íslenskum kumlum
hafa (árið 2019) fundist 22 kambar og átta slíður (með eða án kambs). Í
Birka eru til dæmi um að f leiri en einn kambur hafi verið í gröf þar sem
ein manneskja er grafin39 en slíkt hefur ekki sést með vissu hér á landi.
Sjaldnast eru kambarnir heilir og stundum eru aðeins lítil brot varðveitt
(t.d. á Daðastöðum í Núpasveit, Þjms. 15691‒h, eða aðeins naglarnir,
sbr. kvenkuml í Hrífunesi HRN11‒00940). Einungis þrjú kumlanna sem
kambar fundust í eru talin órofin af völdum manna eða náttúru:41 Kuml
við Kornsá, kuml í Merkurhrauni og Hringsdalskuml 2. Kornsárkuml
var grafið upp 1879 og skrásetningin ófullkomin, eins og við er að
búast.42 Brotið frá Merkurhrauni, Þjms. 1989‒59‒2,43 fannst þegar verið
var að greina mannabein, en stundum geta smáhlutir fylgt jarðvegi þegar
mannabeinin eru grafin upp og finnast þegar beinin eru hreinsuð. Kambur
HRD06‒022 í Hringsdal,44 fannst á bringu mannsins. Ekki verða dregnar
víðtækar ályktanir af þessum fáu dæmum. Hægt er að greina fimmtán
kamba til gerða, níu kumlfundna kamba undir A‒gerðir og sex undir B‒
gerðir.
Hér á landi virðast kambar með járnnöglum vera leiðarstef í greiningu
elstu mannvistarlaga. Kristján Eldjárn benti eitt sinn á að klébergsgripir
fundnir hér á landi væru vísbending um forna byggð eða tímabilið frá
9.‒11. aldar45 og svo er að sjá að hið sama gildi um járnneglda kamba. Hér
á landi hafa ekki fundist koparnegldir kambar í kumlum svo óyggjandi
sé46 og verður að telja það greinilega vísbendingu um að járnnegldir
kambar hafi verið mun algengari hér á landi á víkingaöld en kambar með
koparnöglum. Að öðrum kosti væri samsetning kumlfundnu kambanna
36 Jón Steffensen 1967, bls. 33‒41.
37 Þór Magnússon 1966, bls. 29.
38 Kristján Eldjárn 2016, bls. 161.
39 Ambrosiani, K. 1981, bls. 24
40 Hildur Gestsdóttir o.fl. 2015.
41 Adolf Fridriksson 2013, 136
42 Adolf Friðriksson 2016, bls. 492.
43 Kristján Eldjárn 2016, bls. 60‒61.
44 Adolf Friðriksson 2016, bls. 491.
45 Kristján Eldjárn 1951, bls. 58.
46 Til er brot úr tvíraða koparnegldum kambi, Þjms. 576, sem er lausafundur frá Hafurbjarnarstöðum,
sjá Kristján Eldjárn 2016, 125‒127. Heimild er um koparnegldan kamb sem fannst í ætluðu kumli í
Straumfirði í Mýrasýslu árið 1872, nú glataður, sbr. Kristján Eldjárn 2016, bls. 562.