Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Side 25
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS24
í Lundi í Svíþjóð eru kambar af gerð
E5 einkum taldir frá 12. öld en örfá
dæmi hafa fundist fyrir 1120 og eftir
1200.69 Í Þrándheimi hafa þeir fundist
í mannvistarlögum sem aldursgreind
eru um 1025‒1375 en algengastir frá
fyrri hluta 12. aldar til seinni hluta 13.
aldar.70 Aðeins í Bergen er gerðinni
skipt í undirtegundirnar E5.2 og E5.3,71
en aðeins hin fyrrnefnda hefur fundist
hér á landi. Hinir stuttu E5 kambar eru
innan við 10 cm langir með hátt kúpt
bak og hefjast okarnir upp til enda.
Okarnir eru skreyttir tvöfaldri koparnaglaröð, einni þvert yfir kambinn
og annarri sem fylgir bakboga. Frá Lödöse í Svíþjóð er dæmi um stuttan
E5 kamb (þar kölluð gerð 1d) í mannvistarlögum sem talin eru vera frá
því snemma á 13. öld en önnur dæmi hafa fundist í Austur‒Svíþjóð frá
12. öld.72 Einn stuttur E5 kambur er skráður hér á landi, Þjms. 1982‒86,
frá Bakkagerði á Borgarfirði eystra. Hann er varðveittur í fullri lengd, 6,6
cm langur og hefur verið a.m.k. 4 cm hár. Tennur á hvern sentimetra eru
fjórar talsins. Endaplötur eru skreyttar litlum depilhringjum beggja vegna,
ekki færri en þremur, og á hinni endaplötunni er tygilgat. Athyglisvert er
að smátt depilhringjaskraut raðar sér á enda tannplatnanna að ofanverðu.
Kamburinn er lausfundinn og því ekki tímasettur út frá mannvistar‒ eða
gjóskulögum.
Gerðin E5.2 (mynd 13) er ekki með eins hátt bak og stutta gerðin
E5. Við rannsókn Bergenkamba er E5.2 talin eins konar samruni E1 og
E5. Enginn heill kambur af þessari gerð virðist hafa fundist í Bergen, en
einn slíkur, 15 cm langur er frá Osló.73 Kambur af þessari gerð fannst
við rannsókn á Jarlshof á Hjaltlandi og á okum hans má sjá för þar sem
talið er að koparhankar hafi verið festir.74 Grieg sýnir mynd af kambi sem
fannst í Osló með kjöl og hanka og frá Bergen er til dæmi um kamb
69 Wiberg 1977, bls. 206‒207, mynd 14; Øye 2005, bls. 401, mynd 6, bls. 405, 410; Blomqvist 1942, bls.
145, mynd 31‒34, bls. 146.
70 Flodin 1989, bls. 19, mynd 4, bls. 121, mynd 43, bls. 122, mynd 44, bls. 124.
71 Øye 2005, bls. 416‒419.
72 Broberg & Hasselmo 1981, bls. 84 og 85, mynd 64.3.
73 Wiberg 1977, 206‒207, mynd 13; Øye 2005, bls. 402, mynd 7, bls. 403, 405, 410.
74 Hamilton 1956, bls. 166, mynd 77.7, bls. 167.
0 2,5 5
Mynd 12: Kambur af gerð E5 með hátt bak,
Þjms. 1982-86, er lausafundur frá Bakkagerði
í N-Múlasýslu. Kamburinn fannst í rofi í
svokölluðum Hjallhóli en þar voru minjar að
blása upp. Teikning: Stefán Ólafsson.