Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Side 117
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS116
viðtekin á Norðurlöndum, er að porfýrgripirnir hafi verið notaðir sem
altarissteinar og þá fyrst og fremst í ferðaölturu.60
Rannsóknir Ursulu Bracker‒Wester á porfýrgripum í Þýskalandi hafa
lagt grunn að túlkunum á porfýrgripum á Norðurlöndunum en Sten Tesch
studdist við kenningar hennar í rannsókn sinni á porfýrsteinum frá Sigtuna
í Svíþjóð,61 helsta grundvallarriti í porfýrrannsóknum Norðurlanda.
Bracker‒Wester hefur kannað notkun porfýrsteina á miðöldum, til að
mynda í ferðaölturum.62 Ferðaölturu höfðu vígðan altarisstein, venjulega
úr marmara eða porfýr, en þau voru gjarnan ferhyrnd og steinninn felldur
í viðarfjöl, ramminn oft fagurlega skreyttur með verðmætum steinum
auk þess sem þau höfðu oft hólf fyrir helga dóma.63 Tilgangur slíkra
ferðaaltara var að gera prestum kleift að halda messu utan kirkju,64 svo
sem í trúboðsferðum eða pílagrímaferðum.65 Ferðaaltara er ekki getið í
íslenskum máldögum,66 nema að telja megi að lausir altarissteinar hafi
gegnt sama hlutverki þar sem þeir voru færanlegir.67
Bracker‒Wester telur að porfýrsteinar sem notaðir voru í ferðaölturu
á mið öldum í Þýskalandi hafi verið endurunnir úr rómverskum rústum í
borg unum Köln eða Trier.68 Sú kenning er byggð á því að í Neumarkt í
Köln hefur fundist verkstæði sem var túlkað á þann veg að þar hafi porfýr-
steinar verið unnir í síðfornöld.69 Þessu til stuðnings hefur Bracker‒Wester
bent á að stærð og lögun porfýrsteinanna sem notaðir voru í ölturu beri
þess merki að þeir hafi upprunalega komið úr rómverskum gólf- eða vegg-
skreytingum.70 Því hefur jafnvel verið haldið fram að uppruna fundasafns
porfýr steina í Norðvestur‒Evrópu megi í heild sinni rekja til Kölnar.71 Talið
er að Köln hafi verið mikilvægur við komu staður pílagríma á leiðinni til
Rómar á miðöldum og hefur Frans‒Arne Stylegar haldið því fram að f lutn-
ingur porfýr steinanna til Norðurlanda gæti hafa tengst þeim ferðalögum.72
Porfýrfundir í Norðvestur‒Evrópu hafa þó ekki aðeins verið túlkaðir
60 Ó Floinn 1997.
61 Tesch 2007.
62 Bracker–Wester 1975.
63 Lynn 1984, bls. 25.
64 Sama heimild.
65 Descatoire 2015, bls. 158.
66 Hildigunnur Skúladóttir 2011, bls. 10, 48–54; Íslenzkt fornbréfasafn I–XVI.
67 Hildigunnur Skúladóttir 2011, bls. 8.
68 Bracker‒Wester 1975, bls. 125.
69 Sama heimild.
70 Bracker‒Wester 1989, bls. 9.
71 Stylegar 2010, bls. 65.
72 Sama heimild.