Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Blaðsíða 77

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Blaðsíða 77
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS76 Umræða Rannsóknin leiddi í ljós umtalsverðar minjar eftir norska hvalveiðimenn bæði á landi og í sjó við þrjár af þeim fjórum hvalveiðistöðvum sem voru skráðar á vettvangi. Samtals voru 43 minjastaðir skráðir á landi, þar af 28 sem tengdust norskri hvalveiðiútgerð í lok 19. aldar: á Dvergasteinseyri voru skráðar tíu hvalveiðiminjar, Höfðaodda fimm, Uppsalaeyri þrettán og engar minjar á Sólbakka. Almennt séð ætti að vera tiltölulega auðvelt að finna hvalveiðistöðvar frá mismunandi tímum, þar sem þær virðast fylgja þeirri reglu að vera byggðar innarlega í fjörðum og skjólmegin á eyri þar sem aðdjúpt er. Áhugavert er að 17. aldar hvalveiðistöðin á Strákatanga virðist einnig fylgja þessari reglu.51 Staðsetning hvalveiðistöðva er einna líkust staðsetningu verslunarstaða og er það að öllum líkindum vegna þess að í báðum tilfellum þurftu stór þilfarsskip að geta legið í skjóli við slíka staði. Sem dæmi um verslunarstaði sem hafa svipaða staðsetningu og hvalveiðistöðvar má nefna Ísafjörð, Patreksfjörð, Tálknafjörð, Flateyri o.f l. Verstöðvar aftur á móti voru byggðar fyrir opnu hafi utarlega í fjörðum, sem næst fiskimiðum, og ekki þurftu þilfarsskip að athafna sig við þær. Einnig er munur á tóftum á hvalveiðistöðvum og öðrum tóftum, sem finnast við sjávarsíðuna, og á þetta bæði við um 17. og 19. aldar hvalveiðiminjar. Sá munur felst fyrst og fremst í stærð og fjölda og standa f leiri tóftir saman í hnapp á tiltölulega litlu svæði. Við þetta má bæta að tóftir á hvalveiðistöðvum eru iðulega stærri og reglulegri í lögun, auk þess var meira um að múrsteinar en hleðslugrjót væru notaðir í byggingu þeirra. Þessi munur er áberandi í Strákey og Kóngsey í Strandasýslu þar sem er bæði að finna íslenskar verminjar og hvalveiðiminjar frá 17. öld og eru hvalveiðiminjarnar þar mun stærri og reglulegri en íslensku verbúðaminjarnar. Skráning minja á vettvangi gaf hugmynd um staðsetningu sumra bygginga á hvalveiðistöðvunum og getur það varpað ljósi á hvernig vinnslu hvalaafurða var háttað á norskum hvalveiðistöðvum á Vestfjörðum, sem aðrar heimildir eru að mestu fáorðar um.52 Ljósmyndir og fornleifaskráning benda sterklega til þess að stærstu byggingar hverrar hvalveiðistöðvar hafi 51 Ragnar Edvardsson og Magnús Rafnsson 2011, bls. 145–166; Ragnar Edvardsson 2015, bls. 319–344. 52 Að mestu eru það samtímateikningar sem komast hvað næst því að sýna skipulag hvalveiðistöðvanna, en slíkar heimildir eru fáar. Hér mætti nefna að í örnefnasafni Stofnunar Árna Magnússonar í ís lenskum fræðum er til uppdráttur eftir Samúel Eggertsson en það er aðeins gróf teikning af innan húss formi bræðslu. Einnig er til teikning af hvalveiðistöðinni á Sveinsstaðaeyri við Hellisfjörð frá 1906, sjá Smári Geirsson 2015, bls. 314.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.