Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Page 8
6
Rvík. Eftirspurn eftir vinnuafli mjög svipuð og árið á undan, mest
til byggingarvinnu, enda byggingarframkvæmdir talsverðar, bæði af
hálfu hins opinbera og einstaklinga. Afkoma manna mun mega teljast
svipuð og árið á undan, en þó sízt betri vegna aukinnar dýrtíðar og
skatta.
Hafnarfi. Árferði lakara en mörg undanfarin ár. Sumarsíldveiði
brást að miklu leyti og hlutur sjómanna rýr. Vetrarsíldveiði í Hval-
firði, sem byrjaði fyrir árainót, bætti nokkuð úr. Árferði til sveita
mjög slæmt vegna hinna óvenjulegu rigninga um sumarið.
Akranes. Árferði gott til sjávarins, en slæmt til landsins, óvenju
miklir óþurrkar og heyfengur því lélegur. Fjárstofn bænda hefur
dregizt mjög saman vegna mæðiveikinnar. Bændur hafa aftur á móti
aukið mjólkurframleiðslu nú á siðari árum. Afkoma fólks er yfir-
leitt góð í héraðinu, einkum hér í kaupstaðnum.
Ólafsvíkur. Árferði gott til sjávar, en heyskapur beið mikið tjón
vegna sífelldrar úrkomu um bjargræðistímann. Atvinna verkafólks
sæmileg.
Búðardals. Afkoma manna yfirleitt góð á árinu. Einna lélegust
mun hún vera hér í Búðardal, enda atvinna hér oft af skornum
skammti og um vetrartímann svo að segja engin. Þó mun hagur
manna ekki hafa verið miklu verri en undanfarin ár.
Reykhóla. Afkoma manna í héraðinu mun yfirleitt hafa verið góð
á árinu, þótt sumarið hafi verið erfitt til heyfanga.
Bíldudals. Afkoma fólks til sjávar og sveita mjög sæmileg, þó að
heldur virðist nú vera farið að halla undan fæti, ef miðað er við upp-
grip stríðsáranna.
Þingeyrar. Afkoma þeirra, sem sjóinn stunduðu, yfirleitt góð, og
má enda segja, að afkoma alls þorra manna hafi verið í góðu meðal-
lagi, bæði til sjávar og sveita.
Flateyrar. Árið reyndist héraðsbúum yfirleitt gott. Afkoma bænda
góð. Sóttu margir atvinnu sína í aðrar sveitir, einkum á togaraflotann
og á síldveiðarnar, bæði sumar- og haustmánuðina.
tsafi. Afkoma almennings með bezta móti.
ögur. Afkoma bænda góð, en sjómanna í lakara lagi vegna afla-
leysis.
Hesteyrar. Afkoma manna slæm, þar sem útgerðarmennirnir eru
flestir fluttir úr héraðinu, sérstaklega Sléttuhreppi, en þeir, sem eftir
sitja, hafa lítil ráð til að bjarga sér.
Hólmavikur. Afkoma almennings með betra móti.
Hvammstanga. Fjárhagsleg afkoma góð, bæði hjá bændum og
verkafólki, nema helzt í Bæjarhreppi, en þar var hún lakari en undan-
farin ár vegna minni opinberrar vinnu en áður, en bú manna þar
fremur lítil og arðsmá. Fólksleysi í sveitum mjög bagalegt.
Blönduós. Afkoma í sveitunum mjög sæmileg, þrátt fyrir vanhöld
vegna sauðfjársjúkdóma. í kauptúnunum var afkoma enn betri, enda
þótt síldarvertíðin brygðist, því að unnið var að hafnarbyggingunni
á Skagaströnd, og óvenjulega mikil vinna var við ýmsar byggingar-
framkvæmdir.