Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Qupperneq 30
28
Báða. Barst hingað í héraðið í marzmánuði og gekk fram í mai.
Fremur væg. 2 lungnabólgutilfelli í sambandi við hana.
Ilafnar. Kom upp meðal „innfæddra" um 20. marz, senniiega að-
flutt með „Austmönnum“, er voru hér á vertíð. Geklc veikin aðallega
meðal héraðsbúa, en austanmenn virtust mikið til ónæmir gagnvart
henni, og munu því hafa verið búnir að hafa hana austur frá.
Breiðabólsstaðar. Vægur og lítt útbreiddur faraldur í maí.
Vikur. Gekk hér í maí og júní.
Vestmannaeijja. Gekk hér í byrjun ársins, náði hámarki í marz, en
var viðloðandi þar til í júlí. Bar talsvert á lungnabólgu í börnum upp
lir veikinni, og veiktust sum mikið. Sum börn fengu otitis media
samfara henni.
Eyrarbakka. Slæm vormánuði og nokkuð um fylgikvilla.
Selfoss. Byrjaði í febrúarmánuði. Var væg og kastaði fólki ekki
niður í hrönnum. Var lokið upp úr miðjum apríl.
Laugarás. Gekk í febrúar—apríl. Hef auk þess skráð 1 sjúkling
í ágúst, ungbarn í Grímsnesi, en ekki varð meira úr í það sinn.
Iieflavikur. Gekk hér fyrra helming ársins, en var eklci illkynjuð
og varð engum að fjörtjóni.
10. Mislingar (morbilli).
Töflur II, III og IV, 10.
Sjúklingafjöldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Sjúkl........ 1 1 14 „ 1 6616 540 3 23 4396
Danii ....... ,, ,, ,, ,, ,, 18 ,, ,, ,, 5
Mislingar gengu um allt land, en útbreiðsla misjöfn í héruðum
og yfirferð einkum hægari en áður hefur tíðkazt, með þvi að óvenju
skammt var liðið frá síðasta landsfaraldri (3 ár). Voru því víða ein-
ung'is ung börn næm fyrir veikinni, þó að enn væru til afskekktar
sveitir, þar sem fjöldi fullorðins fólks hafði ekki tekið mislinga og
fékk enn varizt þeirn. Mislingarnir töldust í þetta sinn vægir, enda
aldrei verið minna mannskæðir. í síðustu þremur mislingafaröldr-
um hefur mislingadauði, miðað við skráð tilfelli, orðið, sem hér
segir: 1936—1937: 8408/60, eða 7,1%0 1943—1944: 7156/18, eða 2,5%0;
1947: 4396/5 eða 1,1 %0. Sums staðar var beitt blóðvatnsgjöf úr
mislingasjúklingum í afturbata, og er árangur lofaður, en varla hefur
svo mikið kveðið að þeim aðgerðum, að veruleg áhrif hafi haft á
gang veikinnar.
Læknar láta þessa getið:
Bvik. Eins og um var getið í ársskýrslunni fyrir 1946 bar á misling-
um í héraðinu fyrra hluta þess árs, en ekki síðara hlutann. En þegar
í upphafi 1947 fer talsvert að bera á þeim, og í janúar er skráður 221
sjúklingur. Faraldurinn heldur svo hægt áfram, enda af fremur fáu að
taka, og verður tala sjúklinga hæst í apríl, en svo deyr hann von
bráðara út. Yfirleitt voru mislingarnir vægir. Þó er 1 mannslát kennt
þeim.